Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 64
60
bankinn er avo lítill, „svo tortrygginn og svo stirður
í vöfum. Það er ekki svo að skilja, að jeg byggist
við honum stórum betri enn sem komið er. E»að er
jafnvel vafasamt, þótt bankinn (eða landsjóður) hefði
kostað svo miklu til að eiga fyrirliggjandi gullforða í iiku
hlutfalli og góðir erlendir bankar hafa og hefði svo
tekið á sig innlausnarskylduna tálmunarlaust“, að seðlar
hans hefði verið farnir að ná gildi sínu laugt út fyrir
landsteinana hjá oss. Jeg er hræddur um, að það sje
ekki alveg nóg, þótt nýstofnaður banki út á íslandi —
út á veraldarhorni — lofi að hafa ætíð nóg gull á reið-
um höndurn til innlausnar seðlum sínum. Þeir, sem við
Beðlunum eiga að taka út um lönd, þurfa að treysta
honum til að efna það, vita, að hann sje þess megnugur.
En mjer finnst talsverðar líkur til, að bankanum auðn-
ist að komast í þau efni og ná því trausti erlendis, að
hann geti hlaupið undir bagga með innlendri verzlun,
ef fyrirkomulagi hans og stjórn miðar jafnframt í fram-
faraáttina.
í stuttu máli: ef verzlunin yrði eins fjespör og jeg
hefi bent á að hún gæti verið, ef fje landsins ávaxtað-
ist allt innanlands og ef laudsbankinn tæki þeim breyt-
ingum til batnaðar, sem hann getur tekið, þá skil jeg
ekki í því, að verzlun' vor þyrfti að vera háð öðrum
þjóðum í peningalegu tilliti.
Þá er kaupskapurinn sjálfur. — Það er sú grein
verzlunarinnar, sem jeg hygg arðmesta fyrir oss íslend-
inga; og þótt innlent starfsfje megi heita eitt af aðal-
skilyrðum þess, að verzlunin sje innlend atvinnugrein,
er ekki þar með sagt, að jafnmikið af kaupskapararð-
inum þurfi að lenda í vasa útlendra kaupmanna og
hingað til hefur verið, jafnvel þótt útlent kapítal sje
notað. Bæði kaupfjelögin og hinir innlendu kaupmenn