Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 81
77
En jeg vil geta þess, að þótt öll þessi skilyrði sje eigi
fengin þegar í stað, álít jeg ekki áhorfsmál, að stofna
kaupfjelag, ef hin helztu þeirra eru fyrir hendi. Hitt
varðar eigi minnu, að haga svo stofnun og framkvæmd
hvers kaupfjelags, að það nálgist þessi skilyrði sem fyrst,
en þokist ekki aptur á bak frá þeim, eins og átt liefur
sjer stað í sumu tilliti um kaupfjelag Þingeyinga og ef
til vill fleiri kaupfjelög.
Jeg þykist að framan liafa nefnt þau skilyrði fyrir
kaupfjelagsskapnum, sem nauðsynlegust eru og um leið
örðugust upp að fylla. En jeg get þó ekki sjeð, að
neitt þeirra sje ægilegt nje ókleyft, nema svo sje, að
engin viðreisnarvon sje fyrir verzlunarástand vort og
bjargræðisvegi. En þegar þessi skylyrði eru fengin
og kaupfjelagsskapurinn er laus við þær tálmanir, sem
þekkingarskortur, vanafesta við eldra fyrirkomulag, og
ýmsir fleiri ágallar, stafandi af verzlun umliðinna
tíma, liafa lagt á veg lians, þá fyrst nýtur liann sinna
kosta og yfirburða umfram kaupmenuskuna. — — Þess-
um kostum og yfirburðum vil jeg leitast við að lýsa
hjer á eptir.
1. Það, sem einkum og í fljótu bragði virðist standa
því í vegi, að verzlun landsins verði innlendur atvinnu-
vegur, er fátæktin. Innlendir kaupmenn eiga erfitt upp-
dráttar sökum fátæktar, þeir standast ekki samkeppni
við útlenda og auðuga stórkaupmenn, sem hjer reka
verzlun og munu því seint geta útrýmt þeim. Að vísu
hafa fáeinir innlondir kaupmenn komið ár sinni vel fyrir
borð og staðið loks á sporði hiuum útlendu. En þegar
svo er komið hafa þeir vanalega farið úr landi og tekið
sjer bólfestu í Kaupmannahöfn, en sett hjer faktora sína
til þess að reka verzlunina í fjarveru sinni. Þeir eru