Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 168
164
burð, en hitt, sem meiri andardráttarefni í sjer liefur
(Kolhydruter). Einnig skal fyrir burð rækilega „toga
niður“ úr júfrinu, ef óvenju hart eða spennt verður, og
vilja sumir láta gjöra það lengri tíma áður, en það er
þó skepnunni ekki eðlilegt, og mun nægja til varnar lijer
tvisvar eða svo að hreinsa það vel. Einnig er sjálfsagt
gott að gefa kúnni inn einn skammt af glaubersalti (um
150 grm) til hreinsunar nokkru áður en hún ber, og það
tvisvar eða þrisvar, ef kýrin hefur tregar hægðir jafn-
aðarlega þá, eða algjörða hægðateppu, en þá má auka
þennan skammt (200—250 grm), og gefa hreinsunarolíu
að auk, ef með þarf, svo duglega verki. Aðrir ráða til
að taka kúnum rækilega blóð þá, en það þykir mjer
ísjárvert, nema því að eins, að kýrin sje óvenjulega feit
og blóðrík, og henni sje „þungt um“ af því, þá getur
blóðtakan án efa átt mjög vel við. Urn og rjett eptir
burðinn þarf nákvæmnin með kýrnar að vera sem mest:
Básinn lmútalaus og nýlega þakinn með mjúku og þurru
torfi, enginn dragsúgur í fjósinu og ekki kalt þar, og
sje svo, er betra að þekja „bæruna“; ekki skyldi og um
burðardagana leysa hana út í vatn í kalsaveður, þó
það sje annars regla (óregla), og gefa henni gott, en
heldur ljett hey; er þá þurkað kál úr görðum, sem og
rbfur, ef kýrin hefur vanizt þeim, svo og af fóðurteg-
undum vorum tjarnaelting (sef eða fergin), ágætt til að
gefa með, því þetta eru bæði ljettar fóðurtegundir, en
auka þó sjerstaklega mjólkurvöxt kúnna. Eptir burðinn
fyrst í stað skal maður um fram allt varast að reyna
að „láta kúna græða sig“ sem bezt með því að troðgefa
henni megna töðu eintóma, því það er skaðræði og get-
ur framkallað sjúkdóminn á svipstundu, og er þar sem
jafnan liálfur skaði betri en allur, þó hún „græði sig“
ekki eins fljótt; en þar á móti, sje komið fram yfir hina