Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 71
67
landi. En þar ganga fjelögin lengra, það er að segja
sum; því þau nema burtu alla milliliði milli framleið-
anda og neytanda að því er snertir ýmsar vörur. Þau
framleiða sjálf ýmsar liinar helztu nauðsynjar fjelags-
lima sinna; þau yrkja land, ala upp kvikfjenað, stofna
verksmiðjur o. s. frv., til þess að sækja þurfi sem fæst
út úr fjelaginu. Það er nokkurs konar fjelagsbú eða
samvinna, og því eru þau allopt nefnd samvinnufjelög.
Hin erlendu fjelög, sem jeg hef liaft spurnir af,
hafa öll byrjað með stofnfje, sem fjelagsmenn hafa lagt
fram að sumu leyti og síðan aukið árlega. Þetta fje
hefur ekki einungis átt að nægja til húsa og áhalda,
heldur og sem veltufje til vörukaupa og annara útgjalda
(starfsfje). Þar, sem veltan er mjög greið, er það langt-
um minni höfuðstóll, sem þarf til vörukaupa, en hjer
hjá oss. Þar er liægt að umsetja sama fjeð opt á ári,
en hjer í mesta lagi einu sinni. Það er því ekki sjer-
lega örðugt fyrir kaupfjelög erlendis, að hlíta þessu
skilyrði. Allt öðru máli er að gegna um íslenzku kaup-
fjelögin, sem miður fer, enda hefur ekki neitt þeirra,
svo jeg viti, komizt öllu lengra, en að eignast hús
og áhöld; sjerstakt veltufje hafa þau ekki að neinum
mun, nema að láni. Veltufje fjelagsmanna er fólgið í
gjaldeyri þeirra (vörum), og hann er ætíð notaður upp
árlega; ekkert er geymt til næsta árs. Þegar nú svona
er ástatt, verða kaupfjelög vor að fá lán til vörukaup-
anna frá því þau eru gjörð og þangað til vörur fjelags-
manna eru komnar í verð, þ. e. 1—5 mánuði vanalega.
Þetta er nú mikill annmarki, og þyrfti vissulega að
bæta úr honum með því, að fjelögin ættu, að fjelags-
menn væru skyldir til, að eiga sjerstakt veltufje til vöru-
kaupanna. En að eiga svo mikið veltufje, að aldrei
þyrfti að taka lán til vörukaupa part úr ári, er alls
6*