Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 82
78
því upp frá þessu lítt frábrugðnir útlendum kaupmönn-
um, og ber Iand vort satt að segja engar meiri nje
betri menjar eptir þá en hina. En jeg fyrir mitt leyti
kenni ekki um neinu óvenjulegu ræktarleysi hjá þessum
mönnum. Mjer finnast orsakirnar næsta eðlilegar og
rjettmætar. Þegar verzlun þeirra er orðin svo stór, að
þeir þurfa meiri hluta ársins, að annast um innkaup
og útsölu erlendis, og þegar þeir þar á ofan hafa efni
á að njóta þeirra lífs þæginda, sem vistin erlendis hefur
fram yfir veruna hjer, þá er það hvorttveggja, að þeim
er þægilegra að hafa aðsetur sitt sem næst heimsmark-
aðinum, og í alla staði fýsilegra, að lifa í einni af höf-
uðborgum hins menntaða heims. En af því að þetta er
svo eðlilegt í sjálfu sjer, þá er það um leið sorgleg
vissa um það, að meira þarf til en íslenzkt blóð og upp-
eldi, að gjöra kaupmannastjettina innlenda.
Sumir vilja nú gjöra hana innlenda með lögum. En
ef núverandi ástand er sprottið af sjerstökum kringum-
stæðum lands vors og er eðlileg afleiðing þeirra, þá eru
lög, sem einungis skipa fyrir um búsetu fastakaup-
manna, en breyta kringumstæðunum í engu öðru, mjög
óeðlileg, og hætt er við, að hin lögskipaða „búseta“ yrði
naumast nema að nafninu. Menn eru jafnan hugvits-
samir að fara í kringum óeðlileg lög, og svo myndi reyn-
ast um þessi. En sá galli er og á slíkum lögum, ef
þeim væri verulega hlýtt, að þau liindra frjálsa sam-
keppni. Hinir innlendu kaupmenn yrðu að líkindum
ekki svo margir, að þeim væri eigi auðvelt að taka
höndum saman og einoka alla verzlun landsins, ef hún
væri í þoirra höndum.
Ef landið hefði málþráð og tíðar gufuskipaferðir
frá útlöndum og millum hafna innanlands, ef það hefði
góðan verzlunarbanka, ef atvinnuvegir þess, sjer í lagi