Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 188
184
aur. pd., mör 18—25 aur. pd., gærur 18—25 aur. pd.,
hvít haustull 35 aur. pd., mislit 30 aur. pd.
Tíðarfar. Árið byrjaði þegar með allmiklum harð-
indum; var framan af árinu tíð umhleypingasöm og hörð;
snjó gjörði allmikinn við og við og blota á milli, svo
að öllu hleypti í gadd og hagleysi; frost voru mikil
stundum, einkum snemma í maiz; mest frost var þá í
Reykjavík 8. marz 201/2°ó C., en á Akureyri 27^/a0 á C.;
lagði þá víða hafnir (t. d. Reykjavíkurhöfn), firði og
víkur, voru ísalög meiri en verið höfðu nokkurn tíma síðan
1881. Má Iieita, að þessi tíð hjeldist til aprílbyrjunar;
þá gerði góðan bata, og komu upp hagar víðast á land-
inu. Var tíð síðan allgóð fram yfir sumarmál, en þá
kólnaði aptur og var ákaflega kalt allan maímánuð og
júní, enda var hafís mikill við landið vestan, norðan og
austanlands við og við að minnsta kosti; varð vart við
hann þegar i jan., og var liann meiri og minni allt til
Jónsmessu. Júlímánuð allan voru votviðri mikil; eptir
það komu þurkar og allgóð heyskapartíð víðast á land-
inu, þangað til eptir miðjan sept., þá gerði allmikinn
snjó víða norðanlands. Eptir það batnaði tíð aptur, og
var haustið og veturinn fram til jólaföstu víðast einkar
gott; á jólaföstunni gerði harðii di um tíma, en með sól-
stöðum batnaði aptur, og gerði þíður, svo að við ára-
mótin voru víðast nógir hagar, nema einkum i Þing-
oyjar og Múlasýslum, þar sem veturinn hafði sumstað-
ar til þessa tíma verið allharður og hagleysur meiri en
annarstaðar.
(xrasvöxtur og lieyskapur. Sakir vorkuldanna
spratt jörð með lang seinasta móti; fór sumstaðar jörð
eiga að spretta fyr en með júlímánaðarbyrjun, enda