Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 12
8
er auðsætt af fornum ritum, að laukur hefur verið al-
þekktur og algengur á Norðurlöndum í fornöld; hann
var hafður til lækninga1 og töfrabragða. Svo sagði
Sigurdrífa við Sigurð Fáfnisbana:
Fnll skal signa
ok við fá,ri sjá
ok verpa lauki í lög;
þá ek þat veit,
at þér verðr aldri
meinblandinn mjöðr.8
Laukurinn var talinn allra plantna fegurstur, og
má flnna mörg dæmi til þess í fornum ritum, svo sem
þetta: „Svá var Sigurðr of sonum Gjúka, sem væri
grænn laukr ór grasi vaxinn.“8) Laukurinn var og
talinn tákn eða „symbol“ fríðleiks og göfuleiks; því er
sá kallaður ættarlaukur, er ágætastur er í sinni ætt.
Þá er höfðingjar gáfu sonum sínum nafn og ættleiddu
þá, færðu þeir þeim lauk; með þessu lýsti faðirinn því
yfir á „symbólskan“ hátt, að hinn nýfæddi sveinn væri
sonur hans og heyrði ættinni til.4) í laukagörðum hafa
einkum verið ræktaðir laukar, en þar munu og hafa
verið ræktaðar ýmsar aðrar matjurtir. Eg hygg að
*) Fornmannasönur Y, 93.
a) Sigrdrífumál 8.
’) Guðrúnarkviða II, 2. Sama hugmynd kemur viða fram í göml-
um útlendum þjððkvæðum, t. d. í kvæðinu af „Ribbold og Guld-
borg“; þar segir Ribbold um hið inndæla og sæluríka laud, er hann
heitir að flytja unnustu BÍna til:
„Der groer icke andet gress end lög,
der siunger icke anden sma fule end gög.“
(Svend Grundtvig: Danmarks gamle Folkoviser 11,353).
Samkynja er þetta í ævintýrunum íslonzku: „Þá spretta laukar:
þá gala gaukar“ o. s. frv. smb. enn fremur Landstad: Norske
Folkeviser, bls. 814: „Der gele gauken, der vexe lauken,“ og sama
bók, bls. 633: „Laukin cr deð yppastc gras i skogin.“
4) Helgakviða II, 8.