Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 151
147
skepnum er slátrað, eru sjerílagi lungun, en Iifrin opt
líka, full af hörðum smáum hnútum eða brisum, er
stundum eru með greptri í; einnig eru lungun opt full
af vatnsglætu (brjóstvatnssýki), sora og vogi, eða partar
af þeim eru rýrnaðir mjög.
Umdæming um veikjur þessar verður mjög mis-
jöfn. Algengt innkuls, jafnvel þó hósti fylgi, er ekki
hættulegt, þó opt sje seÍDlegt að bæta skepnunni hóst-
ann, sem, ef hann verður langvarandi, hættir æ við að
snúast upp í lungnasýki eða rýrnunarsótt, sem jafnan
er tvísýnt að læknuð verði, og tekst því að eins að í
tíma sje byrjað með hinum viðeigandi lyfjum, og þá
enn síður, ef skepnan er gömul mjög. Jeti skepnan
allvel og sje frísk að vanda, þó með hósta nokkrum og
jafnvel hrygglu fyrir brjósti, og sje hún ung, er ekki
verulegt að óttast; en þegar deyfðar- og magnleysis-
merki koma jafnframt hita- og köldusótt (Asthenisk
Feber), þá er veikin jafuan mjög viðsjárverð, og optast
er það, þegar tekur alveg fyrir hósta lungnaveikra
skepna, að þær eiga skammt eptir, og er það því slæmt
merki. Það ríður yíir höfuð á stakri aðgæzlu ogeptir-
tekt með skepnurnar í veiki þessari, á hennar ýmsu
stigum, af hálfu bænda og hirðara, og þegar í tíma,
eptir því sem framast er unnt, að veita góða og hlýja
aðbúð, og viðhafa viðeigandi lyf við skepnur þær, sem
innkulsi liafa mætt, eða lungnabólga er komin í, til að
koma í veg fyrir verri afleiðingar, sem sje brisamynd-
un eða uppdrátt í lungunum og tæring, því þá er veik-
sjer optast stað á kindum, er mikið á sjó lifa; jiær detta þá opt
niður aíllausar, og innan skamms steindauðar, í rekstri, svo sem frá
sjó; en því miður kefi jeg ekki átt kost á að kynna mjer þessa
tegund sýkinnar til muna; en við greindan bónda hefi jeg talað,
sem var alveg sömu meiningar.
10*