Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 149
145
aðaleinkenni liennar, og hin augljósustu eru mœði og
liösti, svo og aukinn hjartsláttur, ásamt sóttveiki, meiri
og minni; hjartslátturiun fylgir fleiri veikjum að vísu,
en hjer er kanu nokkuð út af fyrir sig, og einkenni-
legur veikinni. Hvernig veiki þessi eða veikjur byrja
fyrst, er næsta ervitt að lýsa, bæði er það mjög á reiki,
og svo er hin fyrsta byrjun opt ómerkjanleg. Fyrst
merkir maður liinn stutta snögga hósta með eiuhverri
hryglu niðri fyrir, en eiginlega er hóstinn þurr og
varir þannig opt lengi, án þess skepnan sje til muna
annað sýnilega veik. En opt líka, einkum ofaná snögga
aðkæling (hrossum), byrjar veikin með hita og sóttveiki,
opt hægri, en þó verður þess jafnframt vart, að skepnan
er yfirbragðsdauf og fjörminni en ella, og tekur að lúta
venju fremur með höfuðið og fá mæðikviður, vill lítið
eða ekkert jeta, og er þorstlát; hún er sýnilega óróleg,
hjartað slær hart og andardrátturinn er tíður eða þungur;
stundum tekur þá slím að renna úr nösunum, vatns-
kennt, er veikin stafar af kæiingu, og slímhúðin í nasa-
holinu er rauð fremur venju, og er veikin þá næsta
lík almennu kvefi. Veikin virðist líka opt byrja með
því, og svo þar á eptir kemur hinn þurri hósti, einkum
hafi veikin verið vanhirt og skepnan fengið að nýju
snögga kæling, með tíðum andardrætti og örðugum,
mæði við gang eða áreynslu hverja, og jafnframt hryglu
fyrir brjóstinu; skepnunni „er mjög þuugt“; þegar nú
þessi einkenni ágjörast eða magnast, þá er sýkin orðin
mjög torvelt opt; sóttveikin, hóstinn þurri, mæðin, þyngslin og
þorstinn er allt híð sama í báðum sýkjunum, enda mun optast,
einkum kjá nautpening, kvillum þessum blaudað saman. Að eins
þetta, að skepnan leggst varla nema á vinstri hlið og er viðkvæm
mjög sú hægri, ef stutt er á lifrarstað, fær fyrir almenningi helzt
greint lifrarbólgu frá lungna- og brjósthimnubólgu.
Búnaöarrit VII.
10