Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 134
130
af vetri eða í fyrstu jarðskerpum. Hestum er yfir liöfuð
ekki all-gjarnt til að fá kvilla þenna, þó fá þeir liann
stundum snöggt, ef þeir verða fyrir innkulsi, svo og er
þeir suögglega komast á beit á nýsprottna jörð, þá ekki
sízt, ef melur eða sand-taða er, eða yfir höfuð í gróanda á
vordag; líka af megnri töðu á vetrum; enda þá líka
fyrst í stað, er þeir eru teknir snöggt, hungraðir og
magrir máske líka, af útigangi, og settir inn við hey.
Slík snögg umskipti eru hverri skepnu óholl, sem allir
mega skilja, og ætti því öllum hlutaðeigendum að vera
annt um, að koma í veg fyrir þau eins og mögulegt er.
Mögru fje á vorin í gróandanum, sem og líka vel feitu
fje á haustin á sölnaðri jörð, og þá einkum dilkum, er
hættara við hinni illkynjuðu tegund sóttarinnar en öðru
fje, og ferst þá einnig opt, og sýnir það og sannar skað-
semi hinna snöggu breytinga og umskipta. En þrátt
fyrir þetta allt verður því ekki heldur neitað, að með-
fætt eða áorðið, innvortis veiklað ástand, sjer í lagi þá
meltingarfæranna hjá skepnunum, virðist vera og er opt
án efa, undirrót þessa sjúkdóms; og hvað blóðkreppusótt-
ina sjálfa snertir, þá er hún vissulega pestnæm sýki1, og
J) Mjer virðist engum vafa bundið, að blóðkreppuveikin sje sótt-
næm. Síðan jeg kom hingað, hefur það komið fyrir í þrjú haust,
að lömb hjor hafa veikst af henni. Hefur mjer þá tekist að út-
rýma veikinni, með því að taka veiku lömbin frá og bræla svo í
húsunum. Jeg hef byrgt húsin og kynt um 5—6 klukkutíma
inn í þeim aliskonar rusli, svo sem hornum, garðaló, druslum, og
borið í eldinn tjöru og stcinolíu, og brennistein, hafi hann verið til.
Bitt haust veiktust á örstuttum tíma undir 30 lömb hjá mjer af
blóðkreppusótt — átta veiktust nóttina áður eu jeg brældi — og var
átakanlegt að koma í húsin og heyra veinið í lömbunum. Nóttina
eptir að brælt var veiktist eitt lamb, sem að likindum hefur þó
vorið orðið veikt áð'ur, en úr því fjekk ekkert lamb veikina.
Útg.