Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 91
87
Sumir, sem hafa samkeppnina fyrir átrúnaðargoð,
munu að líkindum reka upp stór augu þegar jeg tel
það með kostum kaupfjelaganna, að útrýma verzlunar-
keppni. Eu fyrir hví er frjáls samkeppni í verzlun
nauðsynleg? Fyrir því, að verzlunin er í höndum ein-
stakra manna, sera gjöra hana að einokun ella. Mjer
dettur ekki annað í hug en að taka verzlunarkeppni
sem meðal gegn einolmn, ef ekki er á betra völ. Svo
mega og allir hugga sig við það, að á meðan verzlunin
er að eins að sumu leyti í höndum kaupfjelaga, koma
þau að góðum notum sem keppinautar gegn kaupmönn-
um, þótt samkeppnin sje ekki markmið þeirra. En þeg-
ar vel er aðgætt, er samkeppnin í atvinnuvegunum ill
nauðsyn; hún eyðir kröptum manna í óþarfa baráttu og
meinbægni hvers við annan og spillir vinsamlegri sam-
vinnu. Það eru því sannir yfirburðir kaupfjelagsskap-
arins, að nema burt þörftna fyrir verzlunarkeppni. Þá
er ekki lengur „eins dauði annars líf“ í þessum efnum,
þá snúast margar liendur til samvinnu, sem áður áttu
í höggi saman, þá er hægt að verja því til almennings-
heilla, sem áður gekk í súginn við það, að einn vildi
sýnast öðrum meiri og einn troða skóinn ofan af öðr-
um o. s. frv.
Það væri hin mesta villa, ef menn tæki þetta svo,
að jeg liyggi lakari menn veljast í kaupmannsstöðuna,
en flestar aðrar. Að mannvali til hygg jeg að
kaupmannastjettin sje í meðallagi að minnsta kosti. En
úr því verzlunin, sem er almennt vclferðarmál alls
mannfjelagsins, er fráskilin því kerfi velferðarmála, sem
hún ætti að tilheyra, ef skipulag mannfjel. væri gott,
úr því hún er einkamál og atvinna einstakra manna,
úr því barátta þeirra manna fyrir lífi og vellíðun sinni
er fólgin i því, að berá alla áhættuna af verzluninni