Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 51
47
ásett mjer, að leggja fram lítinn skerf í þessu efni:
segja frá skoðun minni á þessari blóðrás lijá oss íslend-
ingum; oss, sem eiginlega eigum heima á hala ver-
aldar.
Jeg beini máli mínu eiginlega ekki að öðrum en
þeim af lesendunum, sem fáfróðir eru um verzlun, og
jeg vil fyrst af öllu vísa þeim til þeirra rita á íslenzku,
sem helzt er hægt að fræðast af í þeim efnum. Eru það
einkum „Ný fjelagsrit“, sem mest og bezt tala um
verzlunarástandið hjá oss, tilraunir, sem gjörðar hafa verið
til umbóta og hin vænlegustu ráð í því efni.1 í ritgjörð
Einars í Nesi „Um framfarir íslands11 er stuttur, en at-
hugaverður kafii um verzlun. Hin einu rit um auðfræði
(Auðfræði A. Ó. og Þjóðmegunarfræði eptir Maurice
Block), sem vjer höfum á voru máli, er og vert
að lesa, því þau skýra frá eðli verzlunarinnar og
tilgangi. Fleira mætti og benda á, en það er á allt of
mikilli dreif.
Sumir, sem einungis hafa lieyrt nefnda „skrælingja-
verzlun“ og vita, að þá var átt við vöruskiptaverzlun
(Tuskhandel) hugsa með sjálfum sjer, að það geti eigin-
lega ekki náð því að vera verzlun, sem hefur þetta ó-
tuktarnafn. En það er nú ekki svo. Einmitt í vöru-
skiptunum, sem skrælingjar hafa, eru fólgin Ijós og
greinileg rök allrar verzlunar. Peningar og aðrir verð-
miðlar, sem Ijetta ákaflega mikið fyrir verzluninni, en
skrælingjar hafa ekki vit á að hagnýta sjer, varpa hul-
insblæju yfir hin rjettu rök verzlunar og viðskipta. Þetta
villir æði opt sjónir fyrir oss, sem naumast höfum tæki
á að skoða nema yfirborðið. Yerðmiðlararnir eru eins
og brú á milli framleiðanda vörunnar og listhafanda;
*) Sjá: 3., 6., 7., 8., 9., 14., 16., 22. og 29. árg.