Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 169
105
hættulegu daga, 2 og 3, 5 til 7, þá má vel auka gjöf-
ina, sje kýrin vel frísk þá, og gefa henni jafnframt
nægt að drekka, sem þó sje ekki sárkalt. Fyrstu daga
eptir burð skal mjaltakonan sjá um, að kúna
vel, er mjólkað er, og ætla jeg þetta þýðingarmikið, og
verði vart einhverrar „limpu“ í henni, þá að mjólka
hana þrisvar á dag að minnsta kosti. Sú smáregla er
og nýtileg, að gefa kúm, einkum nýbærum, litla hey-
tuggu í jötu sína, er þær hafa nýdrukkið og einkum ef
vatnið er kalt mjög, eða hrista annars vel upp leifar
þeirra.
Sje nú eiginleg doðasótt komin í kúna, þá skal
þegar reyna að átta sig á, hvers kyns hún er, eptir því
sem framan er greint, því talsvert er lækning hennar
breytileg eptir því. Þeir, sem blóðtökunum unna, taka
þegar blóð, ef það er hinn „heiti“ doðinn og kýrin er
feit og blóðrík, eða ung, en sje það verulega hin „kalda“
tegund, þá ræð jeg algjörlega frá lienni eða þá að eins
einu sinni að viðhafa liana, og láta blæða 1 pott mest,
en í þess stað er betur viðeigandi, að brúka öll þau
upplífgandi meðul, sem til má ná, og ef ekki er annað,
þá Hoífmannsdropa í vatni, brennivín og einkum lcarn-
fóru-brennivín, 2—3 matspæni í einu til inngjafar. Ann-
ars ráðum vjer til, eptir að búið er að hagræða kúnni
sem bezt, láta liana liggja náttúrlega með fæturna und-
ir sjer, breiða ofan á hana, ef kalt er, o. s. frv., — að
setja henni strax pípu af saltvatni með mjúkri feiti í,
og þá síðan að gefa henni iun fullkominn skammt af
hreinsunar-salti, eða glaubersalti helzt (250—300 grm),
hálft til s/4 pd., eða ef hreinsunarolía er að eins til, þá
lVa pela til 1 merkur af henni, og ítreka bæði þetta
og stólpípuna þar til verkar. Sje hrollur eða skjálfti í
kúnni, er ágætt að núa hana rækilega, er þá tveir menn
L