Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 164
160
undir liöndum, sem þó nauðsynlegt væri, einkum til
samanburðar, til þess að átta sig betur á þessari sýki,
sem er gagnmerkileg fyrir það, hve ólík hún er sjálfri
sjer stundum, ef svo mætti að orði komast, bæði breyti-
leg í einkennum sínum sem og gangi, og þar af leið-
andi torvelt að lýsa henni fullkomlega í heild tekinni,
enda vandasöm og flókin í meðferð og lækning.
Einkenni og umdœming: Doðasóttin er bráð sótt-
veiki með magnleysissótt (Asthenisk Feber) öðru rikara,
er í aðalatriðunum lýsir sjer með fullkominni óreglu og
truflun á meltingunni hjá skeþnunni, og svo taugaveikis-
einkennum, er tekur mikið fremur feitar kýr og vel
fóðraðar, en magrar og lakar haldnar, og kemur venju-
lega á öðrum og þriðja degi, og þó stöku sinnum nokk-
uð síðar í kýrnar eptir burðinn, og er merki þess, að
svo muni fara, opt eitt hið órækasta það, að skepnunni
er þá legult mjög, eða hún á erfitt með að rísa á fætur.
Eiginlega ætlum vjer, að tvær sjeu höfuðgreinir doða-
sóttarinnar, sem þá þarf að taka nákvæmlega til greina,
sem sje hin bráða og æsta með mikilli sóttveiki og
liarðri æð, og viljum vjer til skilningsauka nefna hana
hinn „heita11 doDa. og svo hin, að sönnu bráða í eigin-
legum skilningi, en þó í framkomu sinni hæga og daufa,
með linri eða óreglulegri æð, köldum grönum og eyrum, og
enn meira magnleysi en í hinni tegundinni, og nefnum
vjer þessa liinn „kaldail doða. Viljum vjer nú reyna að
lýsa þeim hvorum fyrir sig nokkuð gjörr, sem ríður á,
með því meðferðin á þessum tveim tegundum getur ekki
verið ldn sama á báðum.
Hinn „heitiu bráði doði byrjar, sem doðaveiki þessi
öll, jafnan óforvarandi á öðrum og þriðja (stöku sinnum
á 7.) degi eptir burð, og mjög snögglega, er kýrin sýn-
ist áður al-heilbrigð, með sóttarköldu, sem menn þó sjaldn-