Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 178
Berið velvild til skepnanna.
Eptir Hermann Jónasson.
Það er ekki einungis siðferðileg skylda, heldur er
það líka skylda gagnvart sínum eigin hagsmunum að
breyta mannúðlega við skepnurnar.
Skiiyrðin fyrir því, að kvikfjárræktin beri sem
mestan arð, er í fyrsta lagi, að sá, sem hirðir skepnurn-
ar, beri veivild til þeirra; í öðru iagi, að hann sje svo
sparsamur, að hann noti allt, sem nota má, og eyði engu
að óþörfu; og í þriðja lagi, að hann hafi þekkingu til
að bera í þeim greinum, sem að kvikfjárrækt lúta.
Jeg tek það aptur fram, að þessi sanna eiginlega
velvild til skepnanna er langt fyrir hinu; hún knýr til
þess, að leita sjer þekkingar í kvikfjárrækt, svo að
skepnur sjeu eigi illa meðhöndlaðar af fáfræði, og hún
knýr til útsjónar við heyöflun og sparnaðar á heyfeng
til þess að sem mest trygging sje fyrir vellíðan skepn-
anna. Þessi velvild er ennfremur hin öflugasta lypti-
stöng til alls dugnaðar í landbúnaði. Það er satt, sem
skáldið sagði: „Allt, sem liflr, lifa girnir, lífið heli
móti spyrnir". En þetta á ekki einungis við um menn-
ina, heldur og um skepnurnar líka.
Þeir, sem skilja því rjett þann, sem náttúran
heimilar skepnunum, finna, hve óeðlilegt það er, að skepn-
urnar fái eigi að njóta sinna beztu lífsstunda, þroskaald-
ursius, einmitt þess aldurs, sem vanalega er arðmestur