Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 53
49
að breytast. Nú kemur lánstraust kaupmanna í stað-
inn fyrir mikið af höfuðstól þeim, er þeir þurftu að eiga
áður fyr. Hefur lánstraustið stórum aukizt við hindr-
unarlaus viðskiptí þjóðanna, greiðari samgöngur og víð-
tækari kynni manna á meðal. Lánstraustið öðlast mað-
ur nú ekki að eins með góðum efnum og sjálfstæði,
heldur einuig með samvizkusemi, skilvísi, dugnaði. í
stuttu máli: sannir maunkostir og sjálfstæði í efnahag
og öðru gilda nú að jafnaði á við talsverðan höfuðstól.
Þessu er þannig varið: Fyrst og fremst eru og hafa
lengið verið til peningamenn, sem hafa viljað, að pen-
ingarnir störfuðu sjálfir fyrir sig, svo að þeir (eigend-
urnir) þyrftu sem minnst, eða alls ekki, að standa í
neinu stímabraki með búskap, iðnað, verzlun nje aðra
þess konar gróðavegi, heldur gæti þeir setið í næði á
rúmi sínu og tekið hlut á þurru landi. Þess vegna
verða þeir fegnir að leigja peninga sína áreiðanlegum
mönnum eða traustum stofnunum. í öðru lagi eru ýms-
ir sjóðir: sparisjóðir, lífsábyrgðarsjóðir, vátryggingarsjóð-
ir, legöt o. fl., o. fl., sem lána þeim fje, sem lánstraust-
ið hafa. Aö síðustu eru bankar og aðrar peningastofn-
anir, sem sjálfar hafa mikið fje með höndum, en eru þó
einkanlega meðalgangarar milli þeirra, er hafa starflaust
fje aflögu og hinna, er vantar starfsfje. Það er því
orðin sjerstök atvinnugrein manna og stofnana, að eiga
peninga og selja þá á leigu gegn áilegu gjaldi. Sökum
þess, að margir vilja stunda þessa atvinnu, og fjölda
margar stofnanir taka þátt í henni eða hafa liana á hendi,
eru leigur af peningum að jafnaði að eins dálítill hluti af
vöxtum þeim, er peningarnir veita í veltunni. Þeir, sem
starfa með peningunum, og hafa alla ábyrgðina, hljóta
að jafnaði stærri hlutann af ágóða þeirra.
Þannig er nú verzlunin greind í þrennt. Nú eru
BúnaSarrit VII. 4