Búnaðarrit - 01.08.1916, Blaðsíða 41
BÚNAÐARRIT
199
Gcrðin. Lífrænu (o'g ólífrænu) efnin, sem mynda
aðalhluta jurta- og dýraríkisins, taka strax
ýmsum myndbreytingum, er jurtin (eða skepnan) deyr.
Þessi flóknu, samsettu efni leysast sundur, og mynda
efnfaldari og einfaldari efnasambönd, unz þau að lokum
algerlega leysast upp i samskonar einföld sambönd og
jurtirnar upphaflega notuðu sór til vaxtar og viðhalds,
nefnilega kolsýru, vatn, ammoníak og saltpétursýru.
Samfara þessari sundurlausn lífrænu efnanna, næringar-
efnanna, losnar um orku þeirra, sólarljósið breytist í hita,
en næringarefnin verða jafnframt óhæf og ónýt til fóðurs.
Þetta er það, sem einu nafni er nefnd gerð (fúi, rotnun).
Áður var gerður greinarmunur á „eiginlegii gerð“,
sern orsakaðist af lifandi verum, gersveppum og gerlum,
og „óeiginlegri gerð“, sem orsakaðist af lífrœnam köfn-
unarkendum efnnm, sem vanalega eru uppleysanleg í
vatni og myndast. í jurta- og dýrafrumum. Þessi efni
eru nefnd gerðkveikjur (ferment eða enzym). Efnasam-
band þeirra þekkist ekki nánara, en þær þekkjast á verkum
sínum, sem eru afar-margvísleg og mikilvæg. Nú er ekki
lengur gerður greinarmunur á eiginlegri og óeiginlegri
gerð, og það því frekara sem öll gerð virðist orsakast af
gerðkveikjum.
Til þess að gefa mönnum svolitla hugmynd um,
hversu umfangsmikil og þýðingarmikil þessi gerð er, má
nefna meltinguna. Líkami okkar getur ekki gert sér
gott. af matnum eins og húsmóðurinni þóknast að bera
hann á borð fyrir okkur. Hann verður að taka marg-
víslegum myndbreytingum, og getur að eins í örfáum
sérmyndum, sem eru hin virlcilegu nœringarefni, sogast
upp í likamann.
Köfnnnarefnis- í votheyinu eru það aðallega eggjahvitu-
snmböndin. efnin og kolvetnin, sem breytast. Eru það
gerðkveikjuroggerlar, sem valda því. Eggja-
hvituefnin eru afar-margbrotin og leysast fyrst í ýms