Búnaðarrit - 01.08.1916, Blaðsíða 4
162
BÚNAÐARRIT
Palestínu og austur um alla Asíu hafa hjarðmenn súrsað
fóður frá ómunatíð, og þegar Márar brutust yfir til Spánar
frá Afríku, fluttu þeir með sér votheysgerðina. í N.-Evrópu
er þess líka getið, að menn hafi um langan aldur súrsað
kál og rófur, og jafnvel hafi Prússar súrsað gras á
sama hátt.
Það var þó ekki fyr en um miðja síðast.liðna öld,
að farið var að veita aðferð þessari eftirtekt, og var það
franskur maður, L. Doyere, sem fyrstur reið á vaðið
og kom með aðferðina frá Spáni.
Á sama tíma var uppi í Austurríki maður nokkur,
Klapmeier að nafni. Varð hann frægur um eitt skeið
fyrir sérstaka heyverkunaraðferð, sem kend var við hann
og kölluð er nú ornunaraðferðin eða heyverkun Klapmeiers.
Hefir Þórður iæknir á Kleppi lýst henni að nokkru í
„Ingólfi" fyrir 2 árum síðan, en nú er hún mjög lítið
notuð.
Þá kemur til sögunnar hinn svonefndi faðir votheys-
gerðarinnar, franskur bóndi, Auguste Gofifort. Bygði hann
tilraunir sinar á tilraunum þessara tveggja manna. Full-
komnaði hann tilraunir þeirra svo, að i kringum 1870
gat hann skýi t frá grundvallaratriðum votheysgerðarinnar,
sem enn þann dag í dag standa óhögguð: Loft- og
iagarheldar gryfjur, og fergja sem mest af loftinu úr
fóðrinu.
Þessi kenning Gofforts barst nú víða um lönd, en
hvergi var henni jafnvel tekið sem í N.-Ameríku. Þótt-
ust, bændur þar hafa himin höndum tekið, og lærðu
Evrópumenn hana á ný af Ameríkumönnum.
Það mun hafa verið í ki ingum 1880, er menn fóru
fyrst að súrsa hey hér á landi, og hefi eg fyrsta heyrt
nefnda Kristin og Brynjólf, bændur í Engey, er súrsuðu
hey. kál og arfa „í tveim stórum ámum“. Sennilega
hafa íleiri menn reynt það um svipað leyti, þó ekki hafi
eg heyit menn nafngreinda, en 1882 reyndi Gísli bóndi
Sigurðsson á Fossi í Hrútafirði votheysgerð, og heppnaðist