Búnaðarrit - 01.08.1916, Blaðsíða 21
BÚNAÐARRIT
179
fyrir hver 100 kg. Eftir er þó sá sparnaður, að nálega
20% meira kemst af þurru heyi í hverja rúmeiningu í
votheyi eti þurheyi.
Gryfjan. Þá erum við nú vonandi orðnir sannfærðir
um, að nauðsynlegt sé að búa til vothey,
og er þá að byrja á gryfjunni.
Ekki verður hér ritað um, hvernig byggja skuli hinar
einstöku gryfjur, er höfundurinn ekki nógu fær til þess,
iieldur mun reynt að benda á lögun og stærð þeirra, og
verður þá mest farið eftir gripafjölda og gjafatima, -en
lögunin sniðin eftir sílóum Ameríkumanna, er nú þykja
beztar votheystóftir.
Legan. Fyrst er þá að ákveða, hvar gryfjan skuli
standa, en jafnframt þarf að ákveða, hvar
byggja skuli gryfjuna. Ilér verður aðaliega átt við stein-
steyptar gryfjur. Þarf því grundvöllurinn að vera fastur
og öruggur og laus við vatnsuppgang. Aftur gæti verið
hentugt að leiða mætti vatn að gryfjunni, ef væta þyrfti
fóðrið í henni. Nú þarf gryfjan að standa sem næst
gripahúsum og hlöðu vegna fóðurflutnings, og sennilegt
þykir mér, að margir muni vilja nota sama vegg í hlöðu
og votheystóft. Er ekkert annað því til fyrirstöðu, en
eg vil hafa tóftina hringmyndaða. En sökum þess, að
eg tel lágmarkshæð gryfjunnar 12 fet, þar sem mögulegt
er að koma því við vegna ílátningar, þarf að hafa gryfjuna
í halla, þar sem auðvelt er að aka fóðri og fargi í hana
og úr henni aftur.
Enginn vafi er á því, að gott er að haía sem
mestan hluta gryfjunnar í j'óröu. Er það vegna skjólsins.
Verða rekjur þá minni. Þetta má glögt sjá á gryfjunni
hér á Ilvanneyri. Miklu minni rekjur við jarðvegg en
loftvegg. Þó væri gott vegna úrtekningar að hafa litlar
dyr á neðri vegg. Væri ekki frágangssök, þó grafa þyrfti
stuttan gang inn í brekkuna, en þá þyrfti vitanlega að