Búnaðarrit - 01.08.1916, Blaðsíða 80
238
BÚNAÐARRIT
Félagsmenn, eða öllu heldur félagskonur, reynið þið
að vanda rjómann ykkar og ná því að fá 11—12 stig.
Eins og eg nefndi áður, varð eg var við, að vjóm-
inn var ekki sýrður. Hvaða skaði það er fyrir búin
sjálf hefi eg oft áður skýrt frá, og ætla ekki að endur-
taka það hér, en vil benda á ,aðra aðferð, sem getnr
bætt nokkuð úr tjóninu, nefnilega að búa til osta úr
áfunum.
Þegar áfirnar koma heim frá búinu, eru þær oftast
orðnar súrar, og lítiil mannamatur í þeim. En það er
mjög illa farið, því að í ósúrum áfum er altaf mikil
feiti, eða smjör, sem fer forgörðum. Sömuleiðis verður
litill matur úr ostaefninu í áfunum með þessu.
Ef menn ætla sér að búa til osta úr áfum, verður
rjóminn að vera alveg ósúr, þegar hann kemur til bús-
ins. Ennfremur verður að strokka hann og búa til ost
úr áfunum sama daginn og hann kemur til búsins.
Þetta kostar eðlilega meiri vinnu. En sá kostnaður mun
fljótt vinnast upp aftur með því, að félagsmenn fá úr
áfunum góða osta, sem er hollur og góður matur. Hér
í skólanum hefi eg gert tiiraunir með að búa til osta
úr ósúrum áfum í vetur, og þó að ostarnir sé ekki til-
búnir til neyzlu ennþá (geringin ekki fulikomin), er þó
útlit fyrir, að ostarnir veiði fremur góðir.
Við ostagerðina hér hefir mér reynst bezt að hafa
mjólkina 33° C. heita. Ef hún er kaldari, verður ostur-
inn of linur. En annars getur það eðlilega verið mis-
jafnt, eftir því hvað áfirnar eru feitar og hvort það er
sumar eða vetur. Bústýrurnar munu fljótt læra að hafa
hitann mátulegan í mjólkinni. Varast skal og að brúka
of mikið vatn, þegar strokkað er, í þann rjóma, sem
menn ætla að búa ti) ost úr á eftir.
Geymsluskúr verður að vera til að geyma ostana í.
Bezt er að hafa niðurgrafiun torfklefa, svo að ekki verði
of heitt. í klefanum þurfa að vera hillur fyrir ostana,
hver upp af annari, og gólfin helzt sementuð, og frá-