Búnaðarrit - 01.08.1916, Blaðsíða 43
BÚNAÐARRIT
201
Jnrtatangar. Þegar jurtin þroskast og hækkar i loftir
þarf hún sterkari viða, til þess að halda-
sér uppréttri. Myndast þá stoðvefur hennar, beinagrindin,.
jurtataugarnar. En jafnframt og hún þroskast, streyma
helztu næringarefnin úr stöngli og blöðum til blómanna,
til fræmyndunar, eða í forðarætur og hnúða. Eftir stendur
trénaður, útsoginn leggurinn. Berar taugar. Nefna efna-
fræðingar það sellulósu eða frumuefni, pentósana og
tréefni (við: lignin og kutin). Þetta er hinn lítt meltan-
legi hluti kolvetnanna, en sem við berjum þó oft býsna
þrautseigir á haustin, því þá er eins og margur maður-
inn ranki fyrst við sér, þegar komið er fram á haust,.
að nú verði að duga eða drepast.
Gerðin sœt. Bítum í brauð og tyggjum það vendilega.
Finnum við þá fljótt, að brauðið verður
sætt á bragðið. Kveikja (ptyalin) í munnvatninu hefir
breytt sterkjunni í sykur (dekstrin, maltsykur, þrúgusykur).
Tökum nýslegna grasið og ökum því i votheystóftina; koma
þá ýmsar gerðkveikjur og gerlar til sögunnar. Gerð-
kveikjan diastase breytir sterkju í dekstrin og maltsykur,
en hann breytist aftur af öðru gerðarefni (maltase) í
þrúgusykur, og þannig sýgst sterkjan upp í líkama skepn-
anna úr meltingarfærunum.
Nýslegna grasið í tóftinni okkar hefir nú af öndun
jurtanna og gerð þessari orðið heitt og sœtt á hragðið.
Það er að myndast sæthey.
Næringarefnatjónið er ennþá mjög lítið. Tormelt efni,
svo sem frumuefni, hafa jafnvel leyst í sundur og myndað
auðmeltan sykur, og nú er hægra fyrir meltingarfæri
skepnanna að ná í ýms verðmæt efni (sykur, sterkju),
sem frumuefnið hefir innihyrgt og lokað (frumuveggir,
fræhýði). Gerðin er nú á sínu heppilegasta stigi, og er
það einmitt aðal-vandi votheysgerðarinnar, að skilja þetta
atriði og halda sér sem næst því.