Búnaðarrit - 01.08.1916, Blaðsíða 37
BÚNAÐARRIT
195
Jarðgryfjau. Ameríkumenn eru nú farnir að grafa gryfjur
(ThePitSilo). sínar ofan í jörðina, þar sem því er hægt
að koma við, í stað þess að hreykja þeim
upp í loftið. Þykir þeim jarðgryfjan að ýmsu leyti bera
af hinum, en vegna þess að mjög óvíða mun vera hægt
að koma þeim við hér á landi með sömu aðferð, verður
þeim hér að eins lauslega lýst. I súrum jarðveg, mýrum
og mold, mundi kalkið í sementinu brátt leysast upp,
líkt og í steinsteypu-lokræsapípunum, og alt springa og
hrynja saman. Þar sem leir er í jörðu, eins og vera
mun í Ameríku-sléttunum, er þetta þjóðráð mesta; sömu-
leiðis er sennilegt að þetta takist vel í öskuhól, þó djúpt
sé þar á föstum grundvelli; ennfremur í móhellu og
malar jarðvegi, en þar er þá aftur hætt við vatns-
uppgangi.
Aðferðin er þessi:
Gryfjustaðurinn er vel valinn. Þarf einkurn að gæta
þess, að hægt sé að grafa nógu djúpt niður fyrir vatni.
Með borði eða vírstreng er hringur sleginn jafnvíður og
utanmál gryfjunnar. Síðan er grafið fyrir vegghringnum
niður fyrir frost og niður á fastan grundvöll. Veggur-
inn steyptur minst fet upp úr jörðu; er hann venjulega
hafður 10 þuml. þykkur að neðan, en 6 þuml. að ofan
(sjá 7. mynd). Fláir hann þá um 4 þuml. að utan, en
er lóðréttur að innan (sjá 6. mynd). Þá er grafið niður
um 6 fet. Þarf vandlega að gæta þess, að grafa slétt og
Voðrétt niður í stefnu við innri brún karmveggsins.
Moldina má draga upp í sundursöguðum tunnum og
nota til þess krana (sjá síðar).
Þá er þuinlungsþykku lagi af sementsblöndu 1 : 2
slett innan á vegginn. Væri langbezt að sletta því í vírnet
til styrktar. Því næst eru grafin önnur 6 fet, og síðan
slett í eins og áður, og svo koll af kolli, unz nægileg
dýpt er fengin. Með því að sletta i jafnóðum og grafið
er, þarf enga standpalla eða annan útbúnað (6. mynd).
í gólfinu er haft þykt leirlag eða sementssteypa.
13*