Búnaðarrit - 01.08.1916, Blaðsíða 19
BÚNAÐARRIT
177
teningsalin a£ venjulegu útheyi ekki meira en 70—80 pd.
að jafnaði og jafnvel minna, alt ofan í 60—70 pd.
Magnús bóndi Þorláksson á Blikastöðum hefir sagt
mér, að hann eigi hlöðu, er rúmi 530 teningsálnir, og
sé vegghæðin b1/* alin. Segist hann ómögulega koma
t>ar fyrir meiru en 160—170 hestum, 100 kg., af sinu-
lausu, þuru mýrarheyi, en það er sama sem 60—64 pd.
hver teningsalin af signu og margtroðnu heyi.
Töðuhlöðu á hann líka, sem er 730 teningsálnir og
vegghæðin 5V+ alin. Tekur hún um 310 hesta, 100 kg.,
en það er sama sem 85 pd. hver teningsalin. Þetta at-
riði þyrftu bændur annars að athuga alment, því það
er eitt aðal-grundvallaratriði undir forðagæzlu, sem sumir
eru nú farnir að fárast um, en eg tel mjög mikilsverða,
ef vel og röggsamlega er gerð.
Teningsalin af votheyi höfum við vegið hér, og
reynist hún um 400 pd., eða teningsfetið um 50 pd. af
há. Af útheyi er teningsfetið talsvert léttara, eða frá
30 pd. (mýrarhey) og upp í 45 pd. (flóðengjahey) eftir
fargi, vatnsmagni og heygæðum.
Eftir þessu vil eg því álita, að í hverri teningsalin
af votheyi og þurheyi séu svona mörg pd. af grænu ó-
hröktu þurheyi, þegar vegghæðin er 5—6 álnir:
Y o t h e y :
Bezta úthey og taða 20 pd.
Meðal-úthey .... 95 —
Lélegt úthey .... 75 —
Þurhey :
80—90 pd.
70-80 —
60—70 —
Mismunur °/o
30
20
13
Komi það í ljós við frekari rannsóknir, að þessar
tölur séu nærri sanni, má hæglega af þeim reikna hlöðu-
rúm fyrir hverjar 100 töðueiningar, en það er okkar
grundvallar-fóðureining.
Björn Lárusson trésmiður hefir gert fyrir mig
kostnaðaráætlun yfir heyhlöðu, sem er 15X8 álnir að
innan og steinsteyptir veggir 5V2 alin á hæð. Vegg-
þykt er 9" að neðan og 7" að ofan. Þak járn á langböndum.
. 12