Búnaðarrit - 01.08.1916, Blaðsíða 90
248
BÚNAÐARRIT
vinnu, sem hann gæti hugsað sér, væri hún sú, að
hann hefði húsfólk, sem tæki að sér vatnsburðinn yfir
árið fyrir 26 kr. Það væri þá = 20°/o- En því bætti
hann við, að ekki væri það nema tilviljun, að svo ódýr
vinna fengist.
Mér þykir það ails ekki liklegt.
Heylilöður — Vanafesta.
Þeir sem farnir eru að eldast hafa fæstir vanist
heyhlöðum fram eftir æfinni, og flestir erum við vana-
fastir. Það er líklega þess vegna, að menn hafa svo
lengi getað sætt sig við hina vandræðalegu heygarða
og leiðinlegu heytóftir, með öllum göllunum og kostn-
aðinum, sem þeirri heygeymslu fylgir.
Enn í dag er það þegjandi vottur um þessa vana-
festu, að maður getur ferðast um heilar sveitir og jafnvel
sveit úr sveit, án þess að sjá nema örfáar heyhlöður.
Allir vita þó af þægindunum við að hirða hey inn í
hlöður og eins við að gefa úr þeim.
En — það er víst með þetta eins og vatnsveiturnar,
að menn horfa svo mikið í kostnaðinn í upphafi — af
því þeir gera sér ekki grein fyrir, hvað fæst í aðra hönd.
Eg byrjaði á þvi, að gera heyhlöðu með torfvegg-
jum og torfþaki, upprefta og sæmilega viðaða. Eftir fá
ár sá eg að þessi hlaða var gallagripur, lak í miklum
rigningum, veggirnir biluðu og viðirnir fúnuðu fljótt.
Næstu hlöður gerði eg með háum grjótkjöllurum undir
torfveggjum; þökin úr bárujárni og skúrmynduð. Yið
þær var sá annmarki, að þökin hélaði mikið innan, og
þegar er frost linaði, varð hélan að leka, svo að hey
skemdist töluvert. Breytti eg þá enn til, gerði þær
sperrureistar og þakti með torfi yflr járnið (tvö þök og
myldaði á milli). Eina slíka hlöðu hefl eg enn, og sést
óvíða ryðvottur á járninu eftir 18 ár. Þar er aldrei
héla; er það því til stórbóta. Þó er sá galli á, að við-