Búnaðarrit - 01.08.1916, Blaðsíða 89
BÚNAÐARRIT
247
Hér hagar ekki svo til, að sjálfrennandi vatni verði
veitt heim. Lét eg því gera brunn í nánd við ána. Þar
fékst nægilegt og gott vatn, miklu betra en úr ánni
áður. Úr brunninum voru svo lagðar pípur — um 250
fet — inn í kjallarann undir ibúðarhúsinu, sett þar dæla,
sem þrýstir vatninu upp á loft, og þvi veitt um húsið
eftir þörfum. Úr brunninum að dælunni er 16—17 feta
móthalli. Sé ekki ólag á dælunni, er svo létt að soga
vatnið, að 8—10 ára börn geta það — stutt í einu.
Efni og vinna við þessa veitu kostaði um 300 krónur.
Nú er vinnan, sem gekk til að afla vatnsins, að
mestu leyti siíóruð, og sami maður, sem hirðir naut-
gripina, getur bætt við sig fjárhirðingu, eða annari vinnu,
fullkomlega hálfan daginn á vetrum. Miklu munar líka
á sumarvinnunni. Það er óhægt að meta vinnusparnað-
inn til peninga, en ekki þykist eg „kríta liðugt“, þó að
eg áætli hann rúmleega 30% af upphæðinni, sem vatns-
veitan kostaði.
Benda má á annað dæmi: Efnalítill einyrki í grend
við mig kom á hjá sér sjálfrennandi vatnsveitu í fjós
og bæ. Hún kostaði 130 krónur. Það var ilt að ná
vatni á vetrum vegna halla og hálku. Yar það svo mikil
vinnuviðbót fyrir einyrkjann, að hann gat illa án þess
verið, að taka mann til hjálpar, þegar mest var að gera
á vetrum. En — eins og menn vita, er það að eins
tilviljun, að menn fáist þannig. Þá var það ekki síður
ofraun fyrir konuna á sumrum, sem þurfti að gæta barna,
matreiða og annast þjónustubrögð — að bæta á sig
vatnsburðinum. Þau þurftu því í raun og veru að hafa
fastan ársmann til hjálpar, en efnin leyfðu það ekki.
Nú hafa þessi hjón sagt mér, að þeim sé auðvelt að
komast af hjálparlaust — vegna vatnsveitunnar.
Eg spurði bóndann, hvað mikinn arð hann þættist
hafa af þeim 130 kr., sem veitan kostaði. Hann kvaðst
ekki hafa lagt það niður fyrir sér, svo að á væri bygg-
jandi, en ef hann ætti að gera ráð fyrir þeirri ódýrustu