Búnaðarrit - 01.08.1916, Blaðsíða 69
BÚNAÐARRIT
227
Til undirbúnings áveitutilrauna, í Miðey
og í FJjótshólum, var varið 36 kr. Um undirbúning á
Hólum í Hjaltadal, þar sem í ráði er að aðaltilraunirnar
fari fram, er ekki komin skýrsla né reikningur.
Til girðinga, annara en girðinga fyrir kynbóta-
gripi, var veittur 1354 kr. styrkur : í Laugardal 415 kr.,
i Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 500 kr., í Nesjum i Austur-
Skaftafellssýslu 289 kr., á Efri Fljótum 1 Vestur-Skafta-
fellssýslu 75 kr., og á Ölvaldsstöðum í Mýrasýslu 75 kr.
Styrkurinn hefir verið um 3 au. á stiku. Öllum þcssum
styrkjum hafði verið heitið fyrir árslok 1914. Frá því
i ársbyrjun 1915 hefir af fjárhagsástæðum engum styrk
verið heitið til girðinga, annara en fyrir kynbótagripi, og
er búist við, að svo muni verða einnig framvegis.
Til j ar ðy r k j uken sl u var varið 360 kr.: Á
Ánabrekku, hjá Páli kennara Jónssyni, 240 kr., hér
austanfjalls, undir umsjón Búnaðarsambands Suðurlauds,
120 kr. Styrkurinn var 40 kr. fyrir hvern nemanda,
sem kenslunnar naut í 6 vikur og kennarinn að loknu
námi gat vottað um, að væri vel fær til að fara með
plóg og herfi.
Um gróðrarstöðina í Reykjavík verður að
vísa til skýrslu um hana, sem kemur í Búnaðarritinu.
Þess skal getið, að af fé því, sem í reikningunum er
talið hafa gengið til gróðrarstöðvarinnar, gengu 760 kr.
til garðyrkjukenslunnar — skýrsla um hana kemur í
Búnaðarritinu — og til sýnistöðvanna fjögra 100 kr. tíl
hverrar. Til gróðrarstöðvarinnar sjálfrar gengu um
2500 kr. Arður af gróðrarstöðinni varð i fyrra óvenju-
Jega mikill.
Búfjárrœkt. Til hennar voru helztu fjárveitingar
þær, sem nú skulu taldar:
Nautgriparæktarfélög 25 fengu alls kr.4581.50.
Þau gjöld félagsins aukast allmikið, er félögunum fjölgar.
Þau eru nú orðin 30, og styrkurinn til þeirra þetta ár
verður fullar 4800 kr. — Páll kennari Zóphóníasson hefir
15*