Búnaðarrit - 01.08.1916, Blaðsíða 71
BÚNAÐARRIT
229
Hrútasýningar voru haldnar í haust sem leið
í Húnavatns, Dala, Snæfellsness, Mýra og Borgarfjarðar
sýslum, og í Bæjarhreppi í Strandasýslu. Jón H. Þor-
bergsson var til leiðbeininga á öllum þessum sýningum,
og kostaði búnaðarfélagið ferð hans, en gat fjárhagsins
vegna ekki veitt fé til verðlauna alstaðar, veitti fé til
verðlauna að eins í Dala og Snæfellsness sýslum, 240 kr.,
því að þær sýsiur höfðu ekki áður fengið slíkan styrk.
Næsta haust er í ráði að hrútasýningar verði haldnar
i Árness, Rangárvalla, Yestur-Skaftafeils og Þingeyjar
sýslum. Verður Jón H. Þorbergsson til ieiðbeiningar á
sýningunum syðra, en Hallgrímur Þorbergsson í Þing-
eyjarsýslu. Búnaðarsambandi Austurlands hefir einnig
verið heitið styrk t.il nokkurra hrútasýninga.
L e i ð b e i n i n g a r f e r ð i r í s a u ð f j á r r æ k t hefir
Jón H. Þorbergsson farið í vetur fyrir félagið, skoðað fé
á fjölda bæja og haldið fyrirlestra á mörgum stöðum
hór austanfjalls, í Gullbringusýslu og i Mýra og Borgar-
fjarðar sýslum. Þessar leiðbeiningaferðir virðast þegar
farnar að hafa sýnilegan árangur.
Fóð ur ti 1 r au ni r sauðfjár voru gerbar í fyrra
vetur á 2 stöðum, eins og getið er um í aðalfundar-
skýrslunni í fyrra. Þeim var haldið áfram í vetur á
sömu bæjum og með sama tillagi, 100 kr. á hvorum bæ.
Styrkur til verklegs sauðfjárræktar-
náms hórlendis (í Þingeyjarsýslu) var veittur einum
manni, Eyjólfi Sigurðssyni á Fiskilæk, 50 kr. Þeim
námsferðum ætti að íjölga. Eyjólfur hefir nú stofnað
sauðfjárræktarfólag í sinni sveit (Leirár hreppi og Mela)
og fengið þangað kynbótahrúta að norðan.
Búnaðarnámsslceið í Stykkishólmi, sem Búnaðar-
samband Dala og Snæfellsness gekst fyrir, styrkti félagið
og sendi þangað 2 fyrirlestramenn, þá Sigurð búfræðing
.Sigurðsson og Jón H. Þorbergsson. Sama stóð til að gera
fyrir námsskeið Búnaðarsambands Vestfjarða í Barðasti and-
arsýslu, en það námsskeið fórst fyrir vegna veikinda á