Búnaðarrit - 01.01.1925, Síða 24
16
BTÍNAÐARRIT
lendi. Eru jurtaleifarnar hjer mjög ummyndaðar og
blandaðar molnuðum bergtegundum og aðfluttum efnum,
einkum sandi og sumstaðar leir.
Mólendi þetta er mjög mismunandi að eiginleikum,
um það ber gróðurfarið vitni. Sumstaðar eru móarnir
því nær gróðurlausir, blásnir sökum þess hve jarðvegur-
inn er laus, á öðrum stöðum eru þeir grónir hinum
bestu og algengustu fóðurjurtum.
2. Gróðurfarið.
Gróðurfarið verður í samræmi við þau skilyrði, sem
jurtirnar hafa við að búa, aðallega með tvennum blæ:
flóa- og mýrar-gróður (votlendisgróður), og aftur hins-
vegar valllendis- og mólendis-gróður. Á takmörkum
mýranna og mólendisins eru gróðurtegundirnar mjög
blandaðar og útlit gróðurteppisins mjög fjölbreytilegt.
Hinar helstu tegundir fóðurjurta, sem á mýrunum
vaxa, eru þessar:
Mýrarstör................Carex goodenoughii.
Blátoppastör.............Carex canercens.
Gulstör..................Carex lyngbyei.
Yetrarkviðastör(Gulnefja) Carex chordorrhiza.
Tjarnarstör..............Carex rostráta.
Gullstör.................Carex oederi.
Stinnastör...............Carex rigida.
Hengistör................Carex rariflora.
Af hinum nefndu tegundum eru það hinar fjórar
fyrstnefndu, sem mest flnst af; ein þeirra, Carex chor-
dorrhiza, er þó víkjandi úr gróðurteppi áveitunnar.
Af öðrum tegundum má nefna: Klófífu (Eriaphorum
polystachium) og hrafnafífu (E. Scheúchseri), einkum þó hin
fyrnefnda; vaxa þær þar sem votlent er, en þó eigi á
þeim stöðum, sem vatn hefir staðið á um lengri tíma.
Mýrelfting (Equisetum palustre) og klóelfting (E. arvense)