Búnaðarrit - 01.01.1925, Side 26
18
BÚNAÐARRIT
3. Veðráttnfarið.
Á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst voru gerðar reglu-
bundnar veðurathuganir þar austur frá. Æskilegt hefði
verið að þær einnig hefðu náð yfir maímánuð, því að
veðráttufar þess mánaðar hafði síðastliðið vor gagntæk
áhrif á grassprettuna. í byrjun mánaðarins var nýgræð-
ingurinn nýkominn fram undan vetrarísum og snjóum,
en með því að eigi fjekst vatn til verndar honum þá
strax, af ástæðum, sem siðar skulu nefndar, hvarf sá
gróður með öllu í kuldum þessa mánaðar.
Hjer fara á eftir tölur, sem sýna meðalhita1) mánað-
anna maí—ágúst, að þeim báðum mánuðum meðtöld-
um, samkvæmt skýrslum veðurathugunarstöðvanna á
Eyrarbakka og Stóra-Núpi, til samanburðar við meðalhita
nefndra mánaða á Skeiðum 1924:
Meðalliiti. Hitinn 1924. Frábrigði hitans 1924.
Maí . . 5,7 4,3 -H 1,4
Júní. . 9,3 9,5 0,2
Júlí . . 11,0 11,3 0,3
Ágúst. 10,0 10,7 0,7
Meðalhiti maímánaðar 1924 er meðaltal frá athugunar-
stöðvunum á Eyrarbakka og Stóra-Núpi. Veðráttufarið í
maímánuði er því eigi hagstætt til undirbúnings fyrir
grassprettuna, því loftkuldanum fylgir lítil úrkoma, sem
sjá má af eítirfarandi tölum:
Meðalt. úrkoma í m.m. Úrkoma 1921 í m.m. Frábrigðl úrkomu 1924 í m.in.
Maí . . 73,2 52,1 21,1
Júní. . 84,3 23,9 -5- 60,4
Júlí . . 76,8 81,7 4,9
Ágúst . 74,7 59,0 -i- 15,7
1) Samkvæmt 30 ára athugunum (frá 1894—1924).