Búnaðarrit - 01.01.1925, Qupperneq 67
BÚÍÍAÐARRIT
59
Vantar enn mikið á, að vinnutækin sjeu fullkomin, og
vjelar eigi notaðar sem skyldi, þó mikið hafi breyst í
því efni síöan um aldamótin.
Þó hjer hafi veriö bent á ýms atriði, sem áhrif hafa
á búnaðarástæðurnar, er ennþá ógetið hins veigamesta
þáttar, en það er efnahagur einstaklinganna og heildar-
innar. Því aukinn bústofn og framkvæmdar endurbætur
hvíla á tryggustum grundvelli, þegar það er fengið fyrir
eigið fje, en eigi er lánað fje til framkvæmdanna, og
skal að því atriði vikið nánar.
Á áveitusvæðinu eiga 15 bændur ábýli sín sjálfir, 6
búa á jörðum Kirkjujarðasjóðs, en af þeim jörðum, sem
eru í leiguábúð, alls 9 að tölu, eru 3 eign búlausra
innanhreppsmanna, en 5 eiga utanhreppsmenn og ein
er eign sveitarfjelags Skeiðahrepps, en verður seld ábúanda.
Hjer fer á eftir samandregin skýrsla yflr allar eignir
og skuldir þeirra, sem í áveitufjelaginu eru, en þar með
eru eigi taldar skuldir, sem á þeim hvíla vegna áveitu-
fjelagsins, nema þær alls kr. 281362.00 við nýár 1924:
Fasteignir.........kr. 121700.00
Lausafje ..........— 284645.00 kr. 406345.00
Skuldir alls........................— 188550.00
Skuldlaus eign kr. 217795.00
Af skuldunum eru 35725.00 kr. veðskuldarlán, trygð
með 1. veðrjetti í jörðunum.
Hjer að framan eru aðeins teknar þær fasteignir, sem
eru í sjálfsábúð. Hjer fer því á eftir yfirlit yfir verð
allra fasteigna á áveitusvæðinu, samkvæmt framtali til
tekju- og eignaskatts, ásamt verði þeirra fasteigna, sem
bændur á Skeiðum eiga utan hreppsins.
Sjálfsábúðarfasteignir ...............kr. 121700.00
Eignir kirkjujarðasjóðs ................— 21700.00
Flyt kr. 143400.00