Búnaðarrit - 01.01.1925, Page 69
BÚNAÐARRIT
61
framleiðslu þarf aukinn bústofn, en til þess að þeir geti
aukið bústofn sinn vantar þá algerlega stofnfje.
Það dylst eigi, að á siðustu 25 árum hafa orðið miklar
framfarir á svæðinu. Bústofninn eykst, naufgripir um
tæpan þriðjung, sauðfje nálægt því um 2/3 °8 hestarnir
um helming.
Verðgildi jaiðanna eykst með umbótum þeim, sem á
þeim hafa verið gerðar í húsabótum og jarðabótum, að
miklum mun. Verkfæri og áhöld eru fullkomnari. Alt
þetta ætti að geta stutt að hagnýtingu aukinnar fóður-
framleiðslu. Síðast en ekki síst má benda á, að sam-
göngur eru onðnar betri, en þó þurfa menn enn að
læra að nota betur þau tæki sem til eru, leggja niður
hinar dýru lestaferðir, sem eyða dýrmætum tíma og
peningum bænda, með þeim hækkar verð aðfluttra nauð-
synja og lækkar verð afurðanna meir en menn alment
gera sjer grein fyrir. Sú vinna sem heflr tapast þannig frá
arðbærum endurbótum á jörðunum má ekki lengur fara
forgörðum. Það þarf að stefna að því, að bæta sam-
göngurnar ennþá þannig, að sem minstur tími og kostn-
aður fylgi aðdráttum á nauðsynjavörum og fiutningi
afurðanna til markaðsins. Verklegar framkvæmdir og
aukning bústofnsins hafa kostað mikið fje, og án efa hafa
skuldir aukist síðan um aldamót að miklum mun. Skuld-
irnar verða að meðaltali tæpar 6000.00 kr. pr. búanda,
en hreinn ágóði hvers bús, að meðaltali, rúmar 1500.00
kr. síðastliðið ár, en það er sú fjárhæð, sem bændur
hafa til umráða til greiðslu á rentum og afborgunum á
áveituláninu og fyrnefndum greiðslum einstaklinganna,
en hjer er átt við lífsnauðsynjar hverrar einstakrar fjöl-
skyldu.
VII. Mannfjöldinn á svæðinu.
Vjer vitum eigi gjörla hve margt fólk hefir lifað á
svæði því, sem hjer er um að ræða, á þeim tímum, er