Búnaðarrit - 01.01.1925, Page 80
72
BÚNAÐARRIT
feldan markað fyrir þær, því án þess að unnið sje að
því, getur aukin fóðurframleiðsla eigi borið kostnaðinn,
sem ræktuninni fylgir. Það er skylda hlutaðeigenda, til
þess að notfæra sjer engin, til þess er eina leiðin aukinn
bústofn, en þeir þurfa stuðning til þess, og einkum þurfa
þeir aðstoð við, að fundinn sje hagfeidur markaður fyrir
vörur þeirra.
Sjeu framleiðsluskilyrðin notuð, og eigi látið ógert
það, sem styöur að notkun þeirra, má vænta þess, að
fyrirtækið verði arðbært.
Semkvæmt athugunum, Sig. Sigurðssonar ráðunauts,
er hinn hreini meðaltals ársarður kúnna á Skeiðunum
320 kr. pr. kú. Sje kúnum fjöigað um 50 gripi, nemur
hinn hreini ársarður þeirra þeirri upphæð, sem Skeiða-
menn eiga að greiða í vexti og afborganir af áveitu-
lánunum. En hinn hreini ársarður 70—80 kúa myndi
gefa viðunanlega vexti af því fje, sem búið er að leggja
til fyrirtækisins.
En það eru litlar líkur til þess, að hver bóndi geti
nú þegar aukið við bústofn sinn tveim kúm af eigin
ramleik, en hagfeld lán eiga þeir lítinn kost á að fá.
X. Tilraunabú.
Vjer höfum í framansögðu reynt að skýra frá ástand-
inu á Skeiðunum, sem það er nú, bæði það sem við-
kemur áveitunni og búnaðarástæðunum.
Af þvi sem sagt er, ætti það að vera ljóst, að ástand-
ið hjer er að komast í óvænt efni. Menn hafa eigi gert
sjer grein fyrir, hverjar breytingar hljóta að verða sam-
fara jafn kostnaðarsömu fyrirtæki og hjer er um að ræða,
en látið alt reka á reiðanum, þar til að gjaiddaga er
komið. Ef hægt á að vera að bjarga þessu frá strandi,
þurfa skjót og góð ráð, sem leiðbeini hlutaðeigendum í
rjetta höfn, þar sem trygð verði fjárhagsleg afkoma
þeirra einstaklinga, sem að þessu standa, og um leið