Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 94

Búnaðarrit - 01.01.1925, Blaðsíða 94
86 BÚNAÐARRIT Líka þurfti að gæta þess, að kolagrafarstæði væri gott. Til þess þurfti að fá grjótlítinn blett. Því næst var tekið til verka á því svæði, sem skógarbóndi vísaði til. Var þá eitt hið fyrsta verk að velja viðhögg. Til þess var valin mikil rót, sem nokkrar hríslur spruttu frá. Var hún grafin upp og höggvin þannig til, að stofnar hrísl- anna, sem frá rótinni spruttu, væri hæfilegir fætur við- höggsins. Stóð það því ýmist á þremur, fjórum eða jafn- vel fimm fótum. Hæfllegt þótti að viðhögg tæki skógar- manni vel í miðt læri. Um skógarhögg settu bændur skógarjarða ýmsar reglur, til dæmis: rif aldrei upp hrís með rótum (undantekning með viðhöggið), höggvið aldrei ungviði, höggvið hverja hríslu fast við jörð, stofnrifið aldrei hrislu. Liðugast gekk verkið, er þrír menn unnu saman. Tók einn upp, sá skyldi fylgja framanskráðum reglum. Annar hafði sniðilinn og kvistaði hið upptekna hrís. Hjelt hann um legg hríslunnar, sem næst stofni, með vinstri hendi, hjó svo ótt og títt, þar til alt fín- asta brum var afhöggvið. Því næst kastar hann hinni kvistuðu hríslu og seilist til hinnar næstu með sniðil- króknum, og kippir henni að sjer. Gengur þetta svona koll af kolli. Þiiðji maðurinn tekur viðhöggið og hina biturlegu kurlöxi, og tekur til að kurla timbrið, svo var hið kvistaða hrís kallað. Ef þrír unnu saman, var hag- asti maðurinn sjálfkjörinn að kurla. Þuifti hann margs að gæta, svo sera þess, að velja vel „úihögg". Svo var kallaður allur sá viður, sem þótti of góður að kurlast niður í kol. Úrhöggi var kastað í tvo staði. 1 annan staðinn var kastað „efnivið". Yar það efni í stuðla, rimar, ausur, sleifar, hagldir, klyfberaboga, skammorf, heystingssköft, kýrklafa o. s. frv. í hinu kastinu voru klofaraftar. Líka þurfti að gæta þess, að kurl væri rjett höggvin. Allur grannur viður var höggvinn í smá kurl. Þau voru 5—6 þuml. löng. Ekki máttu þau vera með klofi (klofakurl). Væri þau, þótti holbrenna við sviðningu og varð þá meiri aska. Best var og að hafa kurl sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Búnaðarrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.