Búnaðarrit - 01.01.1925, Page 137
BÚNAÐARRIT
129
Aukin rœkiun landsins sneitir þá engu síður, það snertir
alt þjóðfjelagið sem velferðarmál. Ræktuninni er svo
farið, að hún gengur hægt og rólega, og ekki hætta á
að hún kippi um of vinnukrafti frá kaupstöðunum, þó
hafist væri handa, heldur myndar hún nýjar leiðir, og
mundi draga úr straumnnm til bæjanna; en jafnframt,
eins og áður er að vikið, mynda hinn tryggasta þjóðar-
auð, landi og lýð til blessunar.
Við þurfum nú á dögum að minnast hvatninga Bjarna
Thorarensen, og „fljóta ekki sofandi að feigðarósi", en
leita móti straumi þeim, sem er að bera okkur afvega.
Bjarni hafði og sterka trú á því, að stórfengleg náttúra
nafnkunna landsins, mundi um ókomna tíma vernda
þjóðina frá dáðleysi, og að „vellysting ódygða* næðl
ekki að komast „út fyrir kaupstaði íslenskt í veður“.
Jeg get ekki hugsað mjer þann íslending, sem eigi
væri ijúft að sjá þjóð og stjórn hefjast handa samhuga,
og auka möguieika til afla og menningar um alt land.
En það er ekki nóg að vilja sjá það framkvæmt, heldur
verða allir að vinna eitthvað til þess að greiða fyrir því,
að hugsjónin íætist — og það sem fyrst. Ættjarðarástin
á ekki að vera að eins dautt orð, sem fleyprað er á
tyllidögum þjóðarinnar, heldur lifandi afl í hvers manns
barmi — þá munu allir geta fundið ráð til að sýna
hana í verkinu.
Þá munu framtíðardraumar góðskáldsins okkar taka
að rætast.
9