Búnaðarrit - 01.01.1925, Qupperneq 141
BÚNAÐARRIT
183
koma til athugunar, jafnhliða því aem sandfokið er
heft.
Af framansögðu er það ijóst, að sandgræðslan hefir
ærið verkefni hjer á landi, sem brýn þörf er á að styðja
sem best, á næstu áratugum.
Sandfokið hefir frá landnámstíð gert allmikinn usla
hjer á landi, og mörg býlin lagst í auðn vegna þess, að
það hefir ekki verið stöðvað í tæka tíð. Hve mikil þessi
eyðilegging er vitum vjer eigi. í einu hinna frjósömustu
og fegurstu hjeraða á Suðurlandsundirlendinu: Rangár-
völlunum, er talið að 70 býli sjeu lögð í auðn.
Þessa eyðileggingu af sandfokinu er því tími til kom-
inn að stöðva, og það því fremur, sem reynsla umlið-
inna ára er búin að sýna, að það er mögulegt.
Á síðasta tug 19. aldarinnar byrjar Eyjólfur Guð-
mundsson, hreppstjóri í Hvammi í Landmannahreppi,
á sandgræðslu, og skrifar um málið. Að þessu var gert
grín. Reynslan hefir þó sýnt, að skoðanir Eyjólfs voru
rjettar. Árið 1904 er veitt fje úr ríkissjóði til sand-
græðslu, og árið 1906 er Gunnlaugur Kristmundsson
sendur utan, til að kynna sjer sandgræðslu á Jótlandi.
Hann hefir síðan með dáð og dug unnið að sandgræðsl-
unni, og með góðum árangri.
I fyrstu voru gerðar nokkrar tilraunir með sand-
græðslu austur á Rangárvöllum, þar girt svæði, sem
áður voru gerfokin. En fyrsta eiginlega sandgræðslu-
stöðin var sett á Reykjum á Skeiðum 1908. Síðan hafa
verið stofnaðar stöðvar á einum 10 stöðum, Árangurinn
af þessari starfsemi er góður; sumar af stöðvunum eru
algrónar og afhentar landeiganda. í hinum eykst gróður-
inn ár frá ári og gróðurlausu sandflálcarnir minka.
Það er búið að fá reynslu fyrir því, að hægt er að
stöðva sandfok hvar senr er, að gróðrarsnauðum sand-
dyngjum er hægt að breyta í graslendi, og það sem
merkast er: sandarnir hjer virðast frjóir, það er hægt