Dvöl - 01.09.1936, Page 9

Dvöl - 01.09.1936, Page 9
Sept.—okt. 1936 I) V Ö L 279 hann hefði getað búizt við öðru. Þetta var huggun. Þessir inenn voru í mörg ár búnir að lifa sam- an lifi, sem var nákvæmlega á- kveðið og niðurraðað og höfðu ílestir eignazt einhvern kæk — einn þeirrá var sí-raulándi, þegar hann spilaði bridge, annar varð að drekka bjór gegnum pípu — og þessar venjur þeirra, sem framkvæmdastjórinn hafði oft átt svo erfitt að þola, gerðu hann nú aðeins öruggari og þess þarfnaðist hann, því að hann gat ekki rýmt úr huga sér hinni ein- kennilegu sjón, sem fyrir hann hafði borið. Hann spilaði bridge mjög illa, mótspilamaður hans fann að við hann og fram- kvæmdastjórinn reiddist. Honum fannst allir liorfa svo undar- lega á sig. Hann gat ekki 'skil- ið. hvað þeir sæju óvenjulegt við sig. Allt í einu varð honum Ijóst, að hann gat ekki haldizt við í klúbbnum lengur. Þegar hann fór út, sá hann, að læknirinn var í lestrarsalnum að lesa 7/mes, en hann kom sér ekki að því að tala við hann. Hann vildi sjá með eigin augum, hvorl gröfin væri í kirkjugarðinum eða ekki. Hann settist í burðarstólinn og skipaði burðarkörlunum að fara með sig til kirkjugarðsins. Það var óhugsandi, aö hann sæi of- sjónir hvað eftir annað. Auk þess ætlaði hann að fara með kirkju- garðsvörðinn inn í garðinn með sér, og ef gröfin væri þar ekki, þá sæi hann hana auðvitað ekki, en ef hún væri þar. skyldi hann segja verðinum svikalaust til syndanna. En vörðurinn fannst hvergi. Hann hafði farið út og haft lyklana með sér. Þegar fram- kvæmdastjórinn sá, að hann komst ekki inn i kirkjugarðinn, fannst honum allt í einu hann vera svo örmágna. Hann fór aftur i stólinn og sagði burðarkörlunum að bera sig heim. Hann ætlaði að leggja sig i hálftíma fyrir kvöldverðinn. Hann var dauð- þreyttur. Þannig var það. Hann hafði heyrt, að fólk sæi ofsjónir, þegar það væri þreytt. Þegar þjónninn kom inn til hans með fötin, sem hann klæddist i fyrir kvöldverðinn, þá var það ein- ungis hinn sterki vilji hans, sem kom honum á fætur. Hann hafði ákafa tilhneigingu til þess að skipta ekki um föt þetta kvöld, en hann barðist gegn henni; hann haföi fyrir reglu að skipta um föt, hann hafði gert það á hverju kvöldi í tuttugu ár og þá reglu skyldi hann aldrei brjóta. En hann bað um ílösku af kampa- víni með matnum og þá fór hon- um að líða betur. Seinna skipaði hann þjóninum að koma með bezta brennivínið, sem til væri. Þegar hann var búinn að drekka nokkur glös af því, var hann aft- ur kominn til sjálfs sin. Þessar bölvaðar ofsjónir! Hann fór inn í stofuna, þar sem kúluspilið var og reyndi nokkur erfið skot. Þáð

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.