Dvöl - 01.09.1936, Page 18

Dvöl - 01.09.1936, Page 18
288 D V Ö L Sept.—okt. 1936 Og púsundir negra taka undir: „Is not that wonderful!“ Það er viðkvæðið, sem hrópað er allan fundartímann. Öll stemning verð- ur að hafa viðkvæði, látlaust og einfalt viðkvæði, sem sífelt end- urvekur sama geðblæ og samein- ar einstaklingana í eina heild. Og negrarnir, sem gleðjast í Guði sínum geti ekki orða bundizt. Þeir syngja sálma sína, m. a. orðin „Father Divine“ endurtek- in í sífellu undir laginu: „Heims um ból.“ í fyrsta versinu byrja nokkrar konur að klappa og rétta upp hendurnar í Sankti- Andrésarkross. í öðru versi rísa margir á fætur, byrja að hreyfa sig í lendunum og síðan að steppa, peir snúa sér i hring og brosa blítt til allra. Hraðinn og ákafinn eykst í sífellu, augunum er lygnt aftur og í lok söngsins falla sumir saman froðufellandi eins og lífskrafturinn sé allur tæmdur. Þetta heitir á peira máli að höndla trúna, „to get reli- gion“.. Þetta er allt einkennilegt og hugmyndirnar margar fráleitar. En hversu margar trúarhug- myndir úreltast ekki.meðal hvítra manna !. Bakvið liggur tilfinning, heit og sterk, hugurinn er grip- inn af ókunnu afli, sem auðvelt er að gefa nafn, en erfitt að skilja. Þetta er trú og trúartilfinning, en engin ný opinberun. Henni fylgir einhver dularfullur andvari sunnan úr myrkviði Afríku, eitt- livað frumlegt og sterkt, sem ég hefi hvorki reynt fyr né síðar. Fyrir fáum árum kom út leik- rit í Bandaríkjunum um trúar- brögð negranna. Það var leikið af negrum og fór sigurför um öll lönd. Þar var lýst pví, hvernig Biblíusagan rennur í huga peirra saman við peirra eigið umhverfi og hugmyndaforða. Þar voru Abraham, ísak, Nói og Móses og Guð sjálfur aðalpersónan. Á pví hneyksluðust margir. En negrun- um verður ekki betur lýst en í pessu leikriti. Þeir trúa á sama hátt og Abraham, pegar Guð gekk um jörðina með englum sínum. — Þessi guðræknissam- koma ílutti mig ekki einungis suður til Afríku heldur og aftur í samtíó Abrahams. Það er nokkuð fágæt reynsla nú á tím- um, en síðan mér skildist petta, skil ég allt betur, sem fram fór. Hví skyldu hinir fátæku vera pakklátir fyrir molana, sem falla af borði ríka mannsins? Þeir ættu að setjast að borðinu og augu peirra eru líka að byrja að opnast fyrir pví. Oscar Wilde. Þrautseigja er pað fyrsta, sem á að temja hverju barni. Rousseau. Það er áhættuminna að betla en stela, en pað er fínna að stela en betla. Oscar Wildc,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.