Dvöl - 01.09.1936, Page 32

Dvöl - 01.09.1936, Page 32
302 I) V Ö L Sept.—okt. 1936 T V Ö E I N ------------------- Eftir DENIS MACKAIL |l)enis Mackail er ungur enskur skáld- sagnahöfundur (f. 1892). Hugur hans hneigðist snémmai að skáldskap, enda var listamannsblóð í æll hans, par sem málarinn Sir Edward Burne-Jones var al'i hans og Rudyard Kipling náskyldur honum. Á heimili foreldra hans voru ýms skáld og listamenn líðir gestir, par á meðal James M. Barrie. Mackail hefir skrilað nokkrar stærri sögur og leik- ril og fjölda smásagna. Það sem eink- um einkennir rit hans er bjartsýni og kímni — og viðkvæmni, bæta sumir við. Sjálfur segist hann vera bæði svartsýnn og kaldhæðinn að eðlisfari]. Það var kyrrlátt sumarkvöld í Hyde-Park. Ungur maður og ung stúlka sátu á bekk í Park Lane og horfðu þögul á bílafjöldann úti á akbrautinni. Þau sátu þétt hvort upp að öðru og höfðu ekki augun af umferðinni. Stór og glæsilegur bíll kom þjótandi. Við stýrið sat ung og velbúin stúlka, en karl- maður við hlið hennar. I aftur- sætinu sat ökumaðurinn — einn þessi fyrirmannlegi og kuldalegi enski ökumaður, sem hvorki sér eða heyrir annað en það, sem hon- um ber. Jim Prentice varð gripinn mikiili hrifningu, þegar vagninn ók fram hjá. — Þetta er dásamlegur bíll, sagði hann í hálfum hljóðum og alveg frá sér numinn. — Ó, Jim, hvíslaði Ivy Walters skjálfandi, ef þetta væri bíllinn okkar, væri það ekki gaman------- — Bíl eins og þennan getum •v’ð nú sjáifsagt eignast! muldraði Jim stuttlega. — Það er ekki það, sem ég á við, svaraði Ivy, því að auðvitað getum við ekki öll verið rík, en reyndu nú bara að gera þér það í hugarlund. — Ef við ættum vagninn, þú sætir við stýrið og ég hefði annan eins hatt og hún hafði — væri það ekki dásamlegt? — Ég sá nú ekki hattinn henn- ar, — en vagninn —. Hann hló góðlega. — En getum við ekki skipt, þú færð hattinn en ég vagn- inn. — Þú skilur mig ekki, sagði Ivy hálf gremjulega, — en það gerir ekkert. Ég er ánægð meðan ég hef þig, en --------- — En hvað? — O, það var ekkert. — Hræðilegt, sagði Barbara Bowen-Bowen og ók sér eins og henni væri kalt. — Hvað þá? spurði ungi mað- urinn við hlið hennar. Hvað er hræðilegt? — Það voru þessi tvö, sem sátu þarna á bekknum, þessi, sem við

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.