Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 34

Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 34
304 D V 0 I Sept,—okt. 1936 vera þangað til — ja, þangað til við getum farið eitthvað annað. Hann andvarpaði. Mest langaði hann til að stíga úr vagninum og ganga til heimilis síns, en slíkt lýsti slæmu uppeldi og gat alls ekki samrýmzt neinum kurteisisvenj- um. En að fara í Puffins-klúbbinn var það sama og að halda áfram að láta sér leiðast. Því að auðvitað voru allir vinir hennar og vinstúlk- ur þar, til þess að ,,drepa“ tímann þangað til þau gætu farið eitthvað annað — og haldið áfram að hlægja og þvaðra um einskis nýta hluti. Barbara lét ökumanninn verða eftir í vagninum úti fyrir klúbbn- um— og gekk inn ásamt Worms- ley. Wormsley brosti eins og hann skemmti sér afar vel og andlit Barböru ljómaði af ánægju. Eins og venjulega var f jöldi fóiks í veit- ingasölunum. Eins og venjulega hljómaði á móti þeim hláturinn frá fólki, sem hékk fremur en sat á stólunum. Þetta var ungt fólk, synir og dætur efnamanna, ,,kjarna“ hinnar ensku þjóðar. Og áhugamál áttu þau engin önnur en að ,,drepa“ tímann. Eins og venju- lega voru kölluð á móti þeim hin venjulegu kveðjuorð. Eins og venjulega hlógu þau og þvöðruðu eins og aðrir, og eins og venjulega bað Wormsley um tvær umferðir af Orange-juice. Ekki vegna þess að hann þarfn- aðist neins að drekka, ekki vegna þess að honum þætti það gott, heldur vegna þess að þegar maður kemur inn í veitingastofu, verður maður einnig að drekka eitthvað. Svipaða skoðun virtist Barbara hafa á þessu, því að hún dreypti aðeins á glasinu. Og Wormsley, sem var kurteis og vel uppalinn maður, fylgdi dæmi hennar. Sama gerðu vinirnir og vinstúlkurnar, án þess að láta í ljósi hvert við ann- að, hvað þau væru orðin innilega leið á þessu háttalagi. — Hér er annars skemmtilegt, finnst yður það ekki, Wormsley? spurði Hildy og brosti svo að skein í allar tennur hennar. Hildy var afar hreykin af sín- um prýðisfallegu tönnum og not- aði hvert tækifæri til að brosa. Wormsley vissi það vel, en hann var allt of vel uppalinn, til þess að hreyta út úr sér: — Nei, hér er ekki skemmtilegt, heldur þvert á móti svo leiðinlegt, að enginn fullvita maður ætti að stíga hér inn fæti sínum. Og þið eruð öll huglausir aumingjar, því að þið hafið ekki djörfung til að viðurkenna, að þið eruð öll að sál- ast úr leiðindum. En þetta getur kurteis og vel- uppalinn maður ekki sagt'. Þess vegna svaraði Wormsley brosinu með öðru brosi, kinkaði kolli og leitaðist við að láta svip sinn lýsa hrifningu. Barbara snéri baki að honum, en öðru hvoru sá hann á vanga hennar, þegar hún kallaði eitthvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.