Dvöl - 01.09.1936, Page 39

Dvöl - 01.09.1936, Page 39
Sept. okt. 1936 t) V Ö L 309 hyggjuviti og kröftum garð, sem að stóð. Ekki var pollurinn faliegur, heldur sannnefndur forarpollur, mjög litað járnkelduvatn, blandað leir og mold frá botni og hliðar- veggjum. En staðurinn var að öðru leyti hinn prýðilegasti, í miðjum bænum, en þó svo mikið út úr, að ekki varð til óþæginda, skjól ágætt og áhorfendasvæði. Við þetta var baslast í byrjun. Þarna myndaðist svo mikið líf og áhugi fyrir sundkunnáttu, að jafnvel sextugir karlár með gler- augu fóru á flot. Þótti strákunum það skritin sjón, og foreldrar barn- anna, sem þarna lærðu sund, urðu hrifnir, þegar þeir sáu börn sín leika ýmsar sundlistir í smáhóp- um fram á Akureyrarhöfn þá um sumarið. Varð nú allt auðsóttara. Öllum varð kappsmál að bæta aðstöðuiia sem bezt ár frá ári. Kom þá að því að steinsteypa þvergarð og síð- ar hliðarveggi og helluleggja botn- inn á grynnri endanum. Landslag- ið var að mestu látið ráða um stærðina og varð hún 35 x 11 metrar. En alltaf var pollurinn jafn kald- ur og ljótur. Var mikið um það hugsað, að fá bætt úr því. Enginn vissi um neina laug í grennd við Akureyri og var helzt í ráði að taka í pollinn vatn úr vatnsleiðslu bæjarins. Þá mun það hafa verið Oddur Björnsson prent- smiðjustjóri á Akureyri, sem í ein- hverri af sínum sjálfstæðu göngu- f örum athugaði heitar vatnsseitiur, sern hann hafði heyrt getið um, að kæmu fram undan bergi, djúpt niðri í Glerárgilinu hátt uppi í fjalli, þar sem mjög var fáferðugt. Þegar fréttin um þetta heita vatn kom til eyrna bæjarbúa, urðu á- hugamenn þegar uppi til handa og fóta að leita þarna eftir heitu vatni til þess að leiða ofan í bæinn og þá fyrst og fremst í sundpollinn. Þetta komst í framkvæmd. All- miklu fé var kostað til að bora eft- ir vatninu en því miður varð reynslan sú, að ekki var um neina stóra heita vatnsæð að ræða. Þó að öll aðstaða væri ill þarna niðri í gilinu, vatnið lítið og ekki vel heitt, var þó í það ráðizt að safna því saman og leiða ofaneftir. Er það leitt í einangruðum trérennum ofanjarðar, en mold og torfi hlað- ið að þeim til skjóls, og er öll leiðsl- an um 3,5 km. Hitinn í hinu sam- einaða vatni er 47° C. þegar það fer í rennurnar, en um40° aðsumr- inu og 35° að vetrinum, þegar það rennur út niður frá. Hið meira hitatap á veturna mun að nokkru stafa af því, að ennþá eru nokkur hundruð metrar af leiðslunni óein- angraðir. Leitin eftir vatninu og leiðslan öll mun hafa kostað um kr. 30.000. Þar af lagði bæjarsjóður fram 24 þús., en hinu var safnað með alls- konar ráðum, svo sem sjálfboða- liðsvinnu, sem varð mjög mikil og sennilega ekki öll færð til reikn-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.