Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 39

Dvöl - 01.09.1936, Blaðsíða 39
Sept. okt. 1936 t) V Ö L 309 hyggjuviti og kröftum garð, sem að stóð. Ekki var pollurinn faliegur, heldur sannnefndur forarpollur, mjög litað járnkelduvatn, blandað leir og mold frá botni og hliðar- veggjum. En staðurinn var að öðru leyti hinn prýðilegasti, í miðjum bænum, en þó svo mikið út úr, að ekki varð til óþæginda, skjól ágætt og áhorfendasvæði. Við þetta var baslast í byrjun. Þarna myndaðist svo mikið líf og áhugi fyrir sundkunnáttu, að jafnvel sextugir karlár með gler- augu fóru á flot. Þótti strákunum það skritin sjón, og foreldrar barn- anna, sem þarna lærðu sund, urðu hrifnir, þegar þeir sáu börn sín leika ýmsar sundlistir í smáhóp- um fram á Akureyrarhöfn þá um sumarið. Varð nú allt auðsóttara. Öllum varð kappsmál að bæta aðstöðuiia sem bezt ár frá ári. Kom þá að því að steinsteypa þvergarð og síð- ar hliðarveggi og helluleggja botn- inn á grynnri endanum. Landslag- ið var að mestu látið ráða um stærðina og varð hún 35 x 11 metrar. En alltaf var pollurinn jafn kald- ur og ljótur. Var mikið um það hugsað, að fá bætt úr því. Enginn vissi um neina laug í grennd við Akureyri og var helzt í ráði að taka í pollinn vatn úr vatnsleiðslu bæjarins. Þá mun það hafa verið Oddur Björnsson prent- smiðjustjóri á Akureyri, sem í ein- hverri af sínum sjálfstæðu göngu- f örum athugaði heitar vatnsseitiur, sern hann hafði heyrt getið um, að kæmu fram undan bergi, djúpt niðri í Glerárgilinu hátt uppi í fjalli, þar sem mjög var fáferðugt. Þegar fréttin um þetta heita vatn kom til eyrna bæjarbúa, urðu á- hugamenn þegar uppi til handa og fóta að leita þarna eftir heitu vatni til þess að leiða ofan í bæinn og þá fyrst og fremst í sundpollinn. Þetta komst í framkvæmd. All- miklu fé var kostað til að bora eft- ir vatninu en því miður varð reynslan sú, að ekki var um neina stóra heita vatnsæð að ræða. Þó að öll aðstaða væri ill þarna niðri í gilinu, vatnið lítið og ekki vel heitt, var þó í það ráðizt að safna því saman og leiða ofaneftir. Er það leitt í einangruðum trérennum ofanjarðar, en mold og torfi hlað- ið að þeim til skjóls, og er öll leiðsl- an um 3,5 km. Hitinn í hinu sam- einaða vatni er 47° C. þegar það fer í rennurnar, en um40° aðsumr- inu og 35° að vetrinum, þegar það rennur út niður frá. Hið meira hitatap á veturna mun að nokkru stafa af því, að ennþá eru nokkur hundruð metrar af leiðslunni óein- angraðir. Leitin eftir vatninu og leiðslan öll mun hafa kostað um kr. 30.000. Þar af lagði bæjarsjóður fram 24 þús., en hinu var safnað með alls- konar ráðum, svo sem sjálfboða- liðsvinnu, sem varð mjög mikil og sennilega ekki öll færð til reikn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.