Dvöl - 01.11.1937, Side 14

Dvöl - 01.11.1937, Side 14
340 D V 0 L Lífið og alheimurinn Eftir Jón Eyþórsson Petta er páttur úr útvarpserindi ,ium daginn og veginn“, 25. okt. s. I. Enda pótt pad sé ekki samid til prent- unar, hefi ég ekki séð ástœðu til pess aö neita ritstjóra „Dvalar“ um að hirta pað í tímariti sinu. Höf. Mér hafa borizt nokkrar spurn- ingar, sem hníga í þ,á átt, hvort byggð muni V;era á stjörnunum, hvernig lífið hafi orðið til á jörð- unni og fleiri áþekkar spurningar, sem menn hafa velt fyrir sér frá ómunatíð, án þess að ge,ta feng- ið fullnaðarsvör við, önnur en þau, sem felast í þjóðsagnakennd- um trúarhugmyndum. En þótt flestöll trúarbrögð grundvallist einmitt á lærdómum uim upphaf alheimsins og tilkomu lífsins á jörðunni, þá hefir efinn alltaf nag- að rætur þessara lærdóma. Tóm- asareðli mannsandans hefir alltaf þrýst honum til þess að gagnrýna, hugsa og leita vitneskju í stað trúarlærdóma. I flestum eða öllum trúarbrögð- um er tilvera mannsins þunga- miðjan. Heimurinn hefir orðið til vegna lífveranna. Takmark hans er að fóstra mannkynið. Til þess var jörðin sköpuð og því skyldu þá ekki hafa verið skapaðar lífver- ur á allan þann aragrúa af himin- tunglum, sem til eru í geimnum! Þannig hugsa margir og út frá því er spurt. Nú get ég vitanlega ekki gefið svör við spurningum, sem mann- leg vitneskja á ekki svör við. Enda býst ég ekki við, að spyrj- endurnir hafi gert sér vonir um það — en það er svo auðvelt að spyrja. Það eina, sem ég get gert í þessu efni, er ajð rekja í stuttu máli hið helzta af því, sem fjöl- vísir og spakir vísindainenn hafa sagt um þessar spurningar, sem liggja á yztu takmörkum þekking- ar vorrar, „þar sem mætast vegir vits og trúar“, eins og Einar Benediktsson hefir svo snilldarlega að orði komizt. Ég ætla að styðjast við orð enska stjörnufræðingsins Jeans, enda hefir all-oft heyrzt vitnað í hann í útvarpinu sem dæmi um vísindamann, sem ekki yrði sak- aður um óskoraða efnishyggju. I bók sinni „Leyndardómar al- heimsins (The mysterious Uni- verse) gerir Jeans fyrst grein fyr- ir því, hvernig menn ætla helzt, að sólkerfi vort hafi orðið til við það, að einhver stjarna hafi á reiki sínu um himingeiminn, af hreinni

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.