Dvöl - 01.11.1937, Qupperneq 26
352
Ð V ö L
legt — þrengdu sér upp( í básinii
til hennar og hvert upp að öðru.
Þarna sátu þau svo og sungu jóla-
sálma. Pau sungu líka aðra sálma
— alla þá sálma, sem þau kunnu.
Að lokum sungu þau þjóðkvæði
og barnaþulur — hvíldu hjörtun
í treganum og styrk þolinmæð-
innar. — Kýrin lá ugglaus og
jórtraði, lagði granirnar í keltu
Guðnýjar og sníkti eftir blíðuhót-
um. Og þau hlutu að hafa gleymt
að loka dyrunum um kvöldið,
þegar þau gáfu fénu, því að allt í
einu fylltist fjóskytran af jarmandi
lömbum. I fyrstu voru þau hrædd,
þyrptust saman og vöfðust hvert
um annað í hornunum, en síðan
urðu þau svo gæf, að þau gáðu í
jötuna hjá kúnni og þefuðu af
höndum Guðnýjar og barnanna
eftir brauði eða öðru ætilegu^
Þegar ekki var annað fyrir,
unnu þau Guðný og Árni að
göngunum upp að yfirborði snæv-
arins — þrepstígnum til lífsins.
Hvert lméhátt þrep tróðu þau nið-
ur og gerðu það hart o'g fast. Síð-
an mjökuðu þau sér áfram upp á
við. Þau voru komin tíu þrep upp
og höfðu náð góðan spöl upp
fyrir bæjarþökin, en aldrei grillti í
nokkra skínni gegnum snjóinn.
Ekkert, sem boðaði dag. Guðnýju
flaug í hug, að heimurinn hefði
líklega farizt — að öll byggð, allt
land, væri grafið undir fjallháum
jökuldyngjum! Þau gætu mokað
og mokað meðan kraftarnir ent-
ust — en ef þau einhvern tíma
næðu upp gegnum snjóbreiðuna,
yrði það ef til vill aðeins til að
horfa yfir auða og útdauða jörð,
þar sem ekkert líf þrifist framar.
Henni grömdust þessar hugsan-
ir og hún bægði þeim frá sér.
Hún og Árni héldu áfram vinnu
sinni með rekunni, aðgættu reglu-
lega svignandi þökin, endurbættu
styrktarstoðirnar þar sem þær
virtust ætla að láta undan — unnu
þess á milli að snjóþrepunum,
kæfðu óhugnaðinn með sjálfum
sér, aðeins grófu og grófu.
Vatnið í læknum fór smám
saman að minnka. Áður en varði
rann ekki meira en svo, að þau
gátu hæglega náð öllu, sem til
féll. Þau höfðu stöðugt bala eða
fötu standandi undir bununni,
sem aðeins rann út í dropatali.
Ekkert mátti fara til ónýtis.
Það var langt orðið síðan að
kindurnar höfðu fengið vatn að
drekka. Þær urðu áð láta sér
nægja að éta snjó. Guðný reyndi
jafnvel að koma kúnni til að éta
snjó við þorstanum. En það kom
niður á mjólkinni. Hún var nú
ekki heldur jafn ríkuleg og áður.
Lindirnar voru að því komnar að'
þorna — einnig lindir hugrekkis-
ins.
Dag einn stakk Árni upp á því,
hvort þau ættn nú ekki að reyna
að finna móhlaðann. En hvort áttu
þau að leita til hægri eða vinstri
frá þeim gangi, sem þau höfðu
grafið til einskis, það vissu þau
ekkj.