Dvöl - 01.11.1937, Side 43

Dvöl - 01.11.1937, Side 43
0 VOl 36?- U M DRAUMA Sú er skoðun dr. Helga Péturss, að sofandi verði hver fyrir inn- géislan frá lífi og vitund einhvers vakanda, og að draumsýnir sof- andans séu það, sem ber fyrir þenna vakanda, sem oftast sé íbúi annarar jarðstjörnu. Hefir dr. Helgi fært rök að því, að sá þekk- ingarauki, sem verði með því að vita þetta, megi verða upphaf að hinum mestu framförum. En til þess að þetta verði vitað, þarf meðal annars að gera sér ljóst, hvernig það eru draummyndirnar, „Gréta!“ Hann titrar af ekka, einn, — já, svo aleinn. Og svo situr hann í hraðlestinni á leið til vígvallarins — til dauð- ans og eyðileggingarinnar. — Al- einn. Heinz kreppir hnefann um byss- una sína. Tárin hrynja niður ó- hreint andlitið. Flugeldur myndar ljósrák í loft- inu. Heinz lítur til himins. Þar ljóma milljónir flugelda. Nú bungar jörðin upp undir fótum hans, en hann verður einsk- is var. Jörðin opnast. Hún gleypir hann. Ekkert sést eftir, nema stór gapandi sprunga í svörðinn. Egill Bjarnason þýddi. sem vekja vökuminningar í huga sofandans, en ekki á hinn veginn, eins og margir munu ætla, að þa£> séu vökuminningarnar, sem skapi draummyndirnar. Hefir þetta orð- ið mér ljóst af að veita því eftir- tekt, að draumsýnir mínar eru helzt aldrei samkvæmar því, sem ég ætla þær vera. Þó að ég í svefn- inum þykist t. d. vera staddur heima, eða á einhverjum öðrum stað mér kunnugum, þá er það, sem ég sé, jafnan allt annað og öðru vísi en þar á að vera og ég hefi vökuminningar um. Mundi svo ekki vera, ef það væru minningar mínar um þessa staði, sem sköp- uðu þessa drauma, og skal hér nú tilfæra draum, sem sýnir, hve mjög fólk getur rangþýtt draum- skynjanir sínar, meðan það sefur. Kona nokkur hafði verið að hlusta á umræður í útvarpi, sem stóðu yfir nokkuð fram á nótt. Og þegar hún var sofnuð, dreymdi hana, að hún væri enn að hlusta á þessar umræður. En nú voru það ekki ræður, heldur réttir á borði og blóm, sem henni þótti vera ræður ræðumannanna. Svo mjög var draumskynjanin annað en það, er hún hélt sig dreyma, að hlutir, sem hún sá, þótti henni ekki vera hlut- ir, heldur hljóð, þ. e. ræður sam- kvæmt endurminning úr vöku. Nokkru fágætara er, en þó ekki

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.