Dvöl - 01.07.1939, Side 8

Dvöl - 01.07.1939, Side 8
166 D VÖL Næstu daga var uppgjafaflug- maðurinn í einskonar dáleiðslu- ástandi, sem hann ekki vaknaði af, nema til að borða, eða svara skömmum konunnar. En á fimmtu- daginn breyttist það, og gekk hann nú um í svo niðurbældu æsingar- ástandi, að hann gat varla setið kyrr. „Drottinn minn!“ hrópaði frú Pepper, þegar hún horfði á hann stika fram og aftur um stofuna. „Hvað gengur að manninum? Get- urðu ekki verið kyrr eitt andar- tak?“ Uppgjafaflugmaðurinn leit há- tíðlega á hana, en áður en hann gæti svarað, greip hann andann á lofti, því að á milli blómanna, sem stóðu í glugganum, sá hann and- litið á Crippen skipstjóra koma í Ijós upp undan gluggakistunni og gægjast varlega inn í stofuna. Áður en konan leit út i gluggann, var hann horfinn. „Það var einhver að horfa inn um gluggann," sagði Pepper, sem svar við augnatilliti konu sinnar, og reyndi að sýnast rólegur. „Það er því líkt, pakkinu því arna!“ sagði konan, og fór aftur að prjóna, en Pepper beið árang- urslaust eftir því að skipstjórinn kæmi inn. Hann beið stundarkorn, og sett- ist svo niður máttlaus af eftirvænt- ingu og kveikti í pipunni með skjálfandi höndum. Þegar hann leit upp, sá hann skipstjórann ganga framhjá glugganum. Á næstu tuttugu mínútum gekk hann sjö sinnum framhjá, og Pepper komst að þeirri trúlegu niðurstöðu, að vinur hans myndi ætla að halda áfram þessu gagnslausa rölti það sem eftir væri dagsins. Hann ákvað því að taka 1 taumana. „Það hlýtur að vera flækingur,“ sagði hann hátt. „Hvað?“ spurði konan. „Það er maður, sem alltaf er að gægjast inn um gluggann," sagði Pepper. „Hann gægist inn þangað til ég lít á hann, þá hverfur hann. Hann er einna líkastur gömlum skipstjóra." „Gömlum skipstjóra?“ sagði konan, lagði niður prjónana og sneri sér við. Það var undarlegt hik á röddinni. Hún leit út í glugg- ann, og um leið kom andlitið á skipstjóranum í ljös á milli blóm- anna. Þau horfðust í augu andar- tak, svo hvarf hann skyndilega. Marta Pepper stóð kyrr augnabllk, stóð svo upp, gekk fram að dyrun- um og opnaði þær. Gatan var tóm! „Sérðu nokkurn?“ spurði Pepper með skjálfandi röddu. Hún hristi höfuðið, settist aftur og tók að prjóna í ákafa. Stundarkorn heyrðlst ekkert nema glamrið í prjónunum og tifið í klukkunni, og uppgjafaflug- maðurinn var einmitt kominn að þeirri niðurstöðu, að vinur hans hefði yfirgefið hann á stund neyð- arinnar, þegar drepið var lágt og hikandi á dyrnar.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.