Dvöl - 01.07.1939, Side 14

Dvöl - 01.07.1939, Side 14
172 D VÖL hann bjóst við, að skipstjórinn kæmi. Hann leit á klukkuna. Hana vantaði fimm mínútur 1 átta, og ennþá var skipstjórinn ekki kom- inn. Járnbrautarpallurinn fylltist af fólki og stöðvarþjónninn hringdi bjöllunni í ákafa. Einmitt þegar hann hafði gefið upp alla von, kom skipstjórinn i ljós. Hann þreytti æðisgengið kapphlaup við lestina. „Hann hefir það aldrei!" stundi flugmaðurinn. Honum varð litið lengra upp eftir götunni, og brá þá heldur í brún, því að þrjú eða fjög- ur hundruð metrum á eftir skip- stjóranum kom frú Pepper hlaup- andi. Lestin rann inn á stöðina; far- þegar stigu út og inn; hurðum var skellt og lestarstjórinn var að bera flautuna upp að munninum, þegar Crippen kom reikandi með lafandi tungu og korrandi andardrátt upp á brautarpallinn og var hrundið inn í þriðja flokks vagn. „Litlu munaði,“ sagði stöðvar- stjórinn um leið og hann lokaði hurðinni. Skipstjórinn hneig niður í sætið með andköfum og leit um leið sigri hrósandi upp eftir veginum. „Verið rólegir," sagði stöðvar- stjórinn vingjarniega um leið og hann fylgdi augnatilliti skipstjór- ans og kom auga á frú Pepper. „Við skulum bíða eftir konunni yðar.“ Jackson Pepper kom fram undan kolavagninum til að horfa á eftir lestinni og gat ekki varizt að hugsa um, hvað samræðuefni þeirra mundi vera. Hann stóð þarna svo lengi, að góðhjartaður brautar- þjónn, sem heyrt hafði fréttirnar, kom til hans og lagði hendina vin- gjarnlega á öxl honum. „Þér fáið aldrei að sjá hana framar, herra Pepper,“ sagði hann með hluttekningu. Uppgjafaflugmaðurinn sneri sér við og horfði hvasst á hann, og síðasti vottur skapsmuna, sem nokkurntíma sást bregða fyrir hjá honum, svo að menn vissu, bloss- aði upp þegar hann vatt sér að brautarþjóninum og sagði: „Þú ert grasasni!" Gísli Ólafsson þýddi. Nú er búið að finna upp nýja aðferð til þess að rannsaka hvort gimsteinar eru ekta, hve mikið jám er í jámsteini o. s. frv. Með því að leysa upp Thallin- salt í vatni, myndast vökvi, og er hœgt að breyta eðllsþyngd hans eftlr vild. Þegar t. d. er framleiddur vökvi, sem hefir eðllsþyngdina 3,54, en það er eðlis- þungi ekta gimsteina, og ef settur er gim- steinn niður í hann, situr stelnninn kyrr í miðjum vökvanum, en sé steinninn svik- inn, sekkur hann til botns eða flýtur ofan á. Á sama hátt er hœgt að prófa kol, einnig gull og ýmsa aðra málma. Ef lítið eitt af borðsalti er sett í stein- oliuna á venjulegum oliulampa, verður ljósið stórum bjartara. ---- Nýlega var 570000.00 kr. loðkápa til sýn- is og sölu í verzlun elnni í New York. 1 kápunni voru 95 skinn aí svokölluðum albino-mink, en hann er kominn út af venjulegum mlnk i aðra œtt og herme- lin í hina.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.