Dvöl - 01.07.1939, Page 18

Dvöl - 01.07.1939, Page 18
176 DVÖL skall yfir þjóðina á hagnaðarárun- um eftir stríðið, gerði meira en að breyta rekunni í plóg og timbur- hjallinum í steinhús. Hún kippti einnig hugsunarhætti íslendings- ins á hærra sjónarhól,þarsem hann fékk nýja sýn yfir möguleika lands síns og þjóðar í verklegum og and- legum menningarefnum. Að þessum lauslegu bendingum athuguðum, er mönnum ef til vill auðveldara að skilja afstöðu eftir- stríðskynslóðarinnar til frændanna í Vesturheimi og sambandsins við þá. Sú kynslóð, sem nú er óðum að leysast frá störfum, átti bein per- sónuleg sambönd við íslendinga 1 Vesturheimi. í huga hennar voru þeir frændur og vinir, einstakling- ar, sem skyldir voru þessum eða hinum, áttu heima hér eða þar á landinu. Með árunum týnast þessi persónutengsl smátt og smátt, þegar þær kynslóðir, sem sézt hafa, í orðsins einföldu merkingu, eru liðnar undir lok. Eftir verða þá tveir þjóðarhlutar, skyldir að ætt- erni, en ókunnir hver öðrum sem persónur, með nokkrum sérstökum undantekningum. Þá eru og þau tengsl, sem íslenzkir rithöfundar vestan hafs og austan skapa, svo lengi sem íslenzk tunga er enn við lýði þar vestra. En eðlilegt er að búast við því, að hún hljóti fyrr eða síðar að verða ofurliði borin af þeirri heimstungu, sem vitan- lega er þar aðalmálið. Þá ber að athuga, hvernig við, ungir íslendingar, erum undir það búnir, í orði og á borði, að halda við tengslum yfir hafið. Nú skal það þegar tekið fram, að jafnvel þótt við — þessi gagn- rýnu eftirstríðsbörn — kunnum að hafa sitthvað að athuga við hug- tök eins og þjóðerni, ættarskyldur, trú og siði feðranna, þá munu víst fá okkar neita því, að „ættjarðar- böndum mig grípur hver grund, sem grær kringum íslendings bein“. Með öðrum orðum: Okkur rennur blóðið til skyldunnar. En þess ber ekki að dyljast, að draumórakennd aðdáun og minningar foreldra okk- ar á frændunum í Vesturheimi er í hugum okkar fjarlægt æfintýri, hlýlegt og skemmtilegt til umhugs- unar, en haldlítið til framtíðar- tengsla. Það miskunnarleysi, sem samtíðin hefir alið upp í okkur gagnvart daglegum viðhorfum, krefst raunhæfari sambanda, í meiru samræmi við nútímann og kröfur hans. Nú er því þannig farið, að ein af þeim lífsskoðunum, sem samtíð okkar ekki sízt hefir tileinkað sér, er sú, að náin og lífræn menn- ingarsambönd við aðrar þjóðir séu okkur lífsskilyrði, og þá auðvitað sérstaklega við þær þjóðir, sem þegar standa feti framar á menn- ingarbrautinni en við sjálfir. Hins vegar dylst engum, að oft á tíðum er erfitt fyrir fámenna og fátæka þjóð að framfylgja þessum hug- sjónum svo gerla, sem þurfa þætti. Þegar íslendingar í Vesturheimi

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.