Dvöl - 01.07.1939, Side 29

Dvöl - 01.07.1939, Side 29
D VÖL 187 að horfa á þenna aumingja, ataðan óhreinindum upp yfir höfuð, píni sjálfan mig með þeirri ímyndun, að hann líkist mér. Og hversu sem ég hefi leitast við að verða honum til hjálpar, hefir það alltaf orðið jafn árangurslaust. Hvert ár hefi ég svo snúið heim í sömu óvissunni með nagandi samvizkubit. Ég hefi reynt að láta kenna hon- um, en hann er alger fáviti. Ég hefi reynt að draga úr hörmungum hans, en drykkjuskapur hans er ólæknandi og öllum peningum, sem hann fær, eyðir hann fyrir brenni- vín. Og hann veit vel, hvernig hann á að fara að því að selja nýju fötin sín til þess að fá koníak. Ég hefi gefið veitingamanninum peninga og reynt að vekja með- aumkun hans og fá hann til þess að reyna að hjálpa þessum vesaling, gera hann ,ef hægt væri, eitthvað mannslegri, þótt ekki væri nema hvað snerti óhreinindin. Að síðustu gerði veitingamaðurinn þessa vitur- legu athugasemd: „Allt, sem þér gjörið fyrir hann, herra, mun aðeins verða til hins verra. Það verður að fara með hann eins og fanga. Ef honum er gefið frelsi eða sýnd góðvild, þá fyllir það hann þrjózku, gerir hann verri og hættulegri viðureignar. Ef yður langar til að gera góðverk, þá er meira en nóg til af foreldralausum börnum. Takið eitt af þeim og það mun gefa yður meiri árangur en góðvild yðar hér“. Hvað átti ég að segja? Og ef ég léti nokkuð það í ljós, er gæfi grun um þann vafa, er kvaldi mig, þá myndi þessi aumingi vafa- laust hafa vit á að notfæra sér það. Hann myndi eitra líf mitt, eyði- leggja mannorð mitt, hrópa „pabbi“ á nákvæmlega sama hátt og í draumum mínum. Ég ásakaði sjálfan mig fyrir að hafa drepið móðurina og eyðilagt líf þessarar kyrkingslegu lífveru, þessarar lirfu gripahússins, sem var fædd og uppalin á mykjuhaugnum, þessa manns, sem ef til vill hefði getað orðið eins og aðrir menn, ef hann hefði fengið uppeldi á borð við þá. Þú getur ekki gert þér í hugar- lund þær kynlegu, margþættu og hræðilegu tilfinningar, sem kvelja mig í hvert skipti, sem hann er í návist minni, þegar ég hugsa um, að þetta er afkvæmi mitt, að hann er tengdur mér þeim eðlisbundnu viðjum, sem knýta saman föður og son, að hann, samkvæmt hinu hræðilega erfðalögmáli, er líkur mér að mörgu leyti, ber erfðir frá mér í blóði sínu, hefir sömu sjúk- dómseinkenni, sömu ofsafengnu tilfinningarnar. Og ég finn alltaf þessa óþægilegu, sáru löngun til þess að sjá hann aftur, en það eitt að sjá honum bregða fyrir, gerir mig svo hræði- lega þunglyndan og hryggan. Stundum horfi ég á hann út um gluggann minn klukkutíma eftir klukkutíma, þar sem hann mokar og ekur burt mykjunni, og segi við

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.