Dvöl - 01.07.1939, Side 32

Dvöl - 01.07.1939, Side 32
190 DVÖL umhverfisáhrifa. Sveitastúlkan fer ekki varhluta af þeim. Hún er bók- staflega talað „dóttir langholts og lyngmós", eins og Klettafjalla- skáldið kemst að orði. Þess ber hún merki. Mætti ekki líka til sanns vegar færa orð sama skálds, er kallar hana „frænku eldfjalls og íshafs“? Sjást þau ættarmót vel, þegar hún er komin í mannhaf stórborgar undir suðrænni sól, þar sem þeli norðursins bráðnar. Mun hér vera að finna skýringu þess, hvers vegna dalastúlkan íslenzka á oft örðugt með takmarkanir í orðum og athöfnum, þegar út í heiminn kemur. Skyldi ekki víð- feðmi fjallanna og frjálsræðið heima valda því, að hún kann ekki að smíða andstæðum sínum og æfintýraþrá hæfilegan ramma? En sköpunarstarf elds og ísa og tignarfegurð íslenzkrar náttúru hefir blásið henni í brjóst þessum eigindum. Gætir hér og sterkra eðlisþátta, margtreystra við úrval og eflingu harðra lífskjara forfeðra hennar og formæðra langt fram í ættir. Ég skýrði orsök og uppruna and- stæðnanna í fari dalastúlkunnar íslenzku. Munu þær, ásamt frum- stæðu lífi hennar í uppvexti, valda öfgunum í fari hennar, sem koma fram utan landsteinanna og í Reykjavík. Birtist þetta meðal annars í óþarflega örlátri notkun ýmissa fegrunarmeðala, íburðar- klæða og skrautgripa. Sama máli gegnir um aðra hluti, sem hún telur að sér megi til frama verða, því að hún gerir háar kröfur fyrir sína hönd. Hún ætlar sér mikinn hlut og sigur í starfi og leik. Þess vegna verður hún líka oft fyrir vonbrigð- um. En hún ber þau vel og sættir sig við það næst-bezta, þegar það bezta bregzt. Hún þráir æfintýri og er þyrst í nýjungar og nautnir. Bera þrár hennar og tilfinningar því vilja hennar ofurliði oftar en hollt má teljast. Skal nú vikið að því að lýsa sveitastúlkunni heima í dalnum hennar. Þar sómir hún sér bezt og er í fyllstu samræmi við umhverfi sitt. Frelsi hennar á þar ekki nein takmörk, ekki einu sinni í hamra- hlíðunum, sem bergmála rödd hennar og hó, þegar hún er að smala. Og sveitastúlkan ann frels- inu umfram flest annað. Brjóstvit hennar sjálfrar er boðorða æðst. Hún kann vel að meta dáðrakka drengi. En þeir þurfa helzt að vita hvað þeir vilja og fara sínar eigin götur, til þess að þeir hljóti náð hennar. Sanna og hispurslausa kurteisi þurfa þeir að sýna en aldr- ei tillitsleysi né skort á hæfilegri virðingu. Hún ann fegurð og snyrti- mennsku í fari ungra manna en fyrirlítur tepruskap og fordild. Sveitastúlkan er gefin fyrir úti- vinnu og þykist ekki of góð til þess að ganga í hvað sem fyrir kemur, svo sem að aka á völl eða binda votaband. Hún hefir yndi af hús- dýrum og gaman af því að hjálpa lambi á spena og hjúkra sjúkum

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.