Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 34

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 34
192 DVÖL skemmtunarinnar lengur fram eftir nóttunni en pabba og mömmu þykir góðu hófi gegna. Eigi vill hún þó vanrækja störf sín af þess- um ástæðum og gerir það varla til lengdar, svo að orð sé á gerandi. Þessir smákrókar út af þráðbein- um vegi dyggðarinnar breyta þó ekki lífsstefnu hennar að öllum jafnaði. Hún leggur oft eyrun við þeim menningarverðmætum, sem hún á kost á úr nálægð eða fjar- lægð. Þannig gleðja hana bæði leikrit og hljómlist. Á hún því mikinn þátt í að auka hlustenda- tölu ríkisútvarpsins á laugardags- kvöldum og freistast ósjaldan til þess að hlýða á hljómlist Bjarna Böðvarssonar eða harmonikusnill- inga vora fram undir miðnættið, þó að önnur skilyrði bresti til fullra afnota. Skáldsagnalestur mun og eiga nokkurn þátt í því að halda vöku fyrir henni á kvöldin, lengur en góðu hófi gegnir að dómi hinna eldri og ráðsettari ættingja henn- ar. Hún er ljóðelsk meira en bók- menntamenn láta í veðri vaka og mun eigi fátítt, að kvæðabækur Davíðs frá Fagraskógi eigi nætur- stað undir kodda hennar.------- Eigi verður dalastúlkunni lýst að gagni, nema gerð sé grein fyrir áhugamálum hennar og mennta- þrá. Áhugamálin snerta eðlilega mjög hennar eigin, yndislegu per- sónu. Hugur hennar stefnir mjög til skólanna, fjölmennisins þar, fé- iagslífs og fræðslu í bóklegum og verklegum greinum. Hún er að jafnaði áhugasöm og dugleg við nám og stendur piltunum alls ekki aö baki. Munu kostir hennar: sam- vizkusemi, iðni og námfýsi oft og tíðum hvetja skólabræður hennar til dáða, auk þess, sem hún muð nærveru sinni vandar dagfar þeirra til orðs og æðis. Hún hefir áhuga á því, sem verða má heimilinu til prýðis og miðar að fegrun daglegs lífs. Þess vegna fórnar hún oft tómstundum, til þess að vökva gluggablómin og annast um skraut- jurtabeð í garðinum. Það hefir oft verið fundið sveita- stúlkunni til foráttu, að hún léti blekkjast um of af glaumi og glysi bæjanna og sýndi átthögum sín- um og æskuheimili ræktarleysi með því að yfirgefa það, jafnskjótt og hún fengi fjaðrir. Þetta er á nokkr- um rökum byggt. Skemmtanalíf bæjanna, einkum Reykjavíkur, heillar hana, ásamt þægindunum þar. Það hefir líka verið sagt, að hún væri veikari fyrir á hálum ís freistinganna í fjölmenninu heldur en Reykjavíkurstúlkan sjálf. Þetta mun og hafa við rök að styðjast. En ekkert er eðlilegra og er á þessu gefin nokkur skýring. Við hana skal nú bæta því, að ekki má á- fellast sveitastúlkuna fyrir þetta, því að sökin er henni ekki sjálfráð og liggur ekki heldur hjá henni sjálfri, nema að nokkru leyti, heldur hjá þeim, sem láta hana búa við lakari kjör en jafnaldra hennar í Reykjavík býr við. Þægindi heim- ilisins, glaðværð, snyrtimennska,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.